Skilmálar
1. Almennt
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefsvæðinu www.vorutorg.icepharma.is, sem er í eigu Icepharma hf., kt. 6202696119, Lyngháls 13, 110 Reykjavík (''seljandi''). Til einföldunar verður hér eftir vísað til vefsvæðisins sem ''vörutorg Icepharma'' eða ''vörutorg''. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Icepharma annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Við kaup á vöru eða þjónustu á vörutorgi Icepharma skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála þessa. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu vörutorgsins teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.
Icepharma selur vörur til kaupanda á vefsvæði sínu, www.vorutorg.icepharma.is og býður kaupanda að vitja vörunnar eða fá vöruna senda á skilgreindan áfangastað. Þegar vísað er ''kaupanda'' er átt við fyrirtæki eða stofnun sem kaupir vöru í atvinnuskyni, þ.e. sá lögaðili sem skráður er á reikning sem greiðandi vörunnar. Þegar vísað er til ''tengiliðs kaupanda'' eða ''notanda'' er átt við þann einstakling sem fer fyrir hönd kaupanda, oftast starfsmaður kaupanda.
2. Upplýsingar um vörur og verð
Vörutorg Icepharma veitir upplýsingar um vöru eftir bestu vitund hverju sinni. Allar birtingar á upplýsingum eru með fyrirvara um prent- og innsláttavillur í texta, verði og myndum. Öll verð á vefsvæði vörutorgs Icepharma og í markpóstum er tengjast vörutorgi Icepharma eru í íslenskum krónum og verðin eru birt án virðisaukaskatts samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Í lokaskrefi kaupferlis birtist kaupanda verðið með virðisaukaskatti, til upplýsinga. Sérstök athygli er vakin á því að verð getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar, samanber ákvæði þess efnis hér að framan. Icepharma áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð á vörutorgi Icepharma.
3. Persónuupplýsingar
Icepharma er nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga um viðskiptavini vörutorgs Icepharma, s.s. tengilið kaupanda, m.a. til að Icepharma geti uppfyllt samning milli aðila. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á icepharma.is er aðgengileg persónuverndaryfirlýsing Icepharma þar sem fram kemur hvernig persónuupplýsingar um viðskiptavini vefverslana Icepharma eru meðhöndlaðar, þ.m.t. um tengilið kaupanda að vöru í gegnum vörutorg Icepharma, og réttindi einstaklinga er varðar varðveislu og vinnslu persónuupplýsinganna. Við nýskráningu/fyrstu innskráningu á vörutorg Icepharma staðfestir notandi að hann hafi kynnt sér efni persónuverndaryfirlýsingarinnar.
Staðfesti notandi samþykki sitt fyrir því að fulltrúar Icepharma nálgist viðkomandi í markaðslegum tilgangi (með bréfpósti eða tölvupósti), svo sem til að vekja athygli notanda á nýjungum í tengslum við vöruúrval, felur slík staðfesting einnig í sér samþykki fyrir því að samskiptaupplýsingar um viðkomandi séu notaðar í tilgreindum tilgangi. Notandi sem hefur veitt samþykki sitt fyrir notkun á samskiptaupplýsingum í þágu kynningar- og markaðsstarfs Icepharma getur ávallt dregið samþykki sitt til baka og þar með hafnað frekari samskiptum í markaðslegum tilgangi. Veitt samþykki má afturkalla með því að senda inn formlega persónuverndarbeiðni í gegnum vef Icepharma eða með tölvupósti á netfangið: personuvernd@icepharma.is
4. Aðgangur að Vörutorgi
Tengiliður kaupanda sækir um aðgang að Vörutorgi Icepharma fyrir hönd kaupanda á vefsíðu Icepharma þar sem nauðsynlegt er að skrá ákveðnar upplýsingar um kaupanda. Stranglega er bannað að falsa upplýsingar þegar sótt er um aðgang að Vörutorgi Icepharma. Við umsókn um aðgang og/eða fyrstu innskráningu á Vörutorgi Icepharma ber notanda að staðfesta það að hafa kynnt sér persónuverndarstefnu Icepharma sem og skilmála þessa. Til viðbótar getur notandi staðfest samþykki sitt fyrir því að Icepharma nálgist viðkomandi í tengslum við markaðs- og kynningarstarf Icepharma.
Icepharma áskilur sér einhliða rétt til að meta umsókn um aðgang að Vörutorgi og hafna umsókn samræmist hún ekki innri reglum Icepharma. Í þeim tilfellum hvetjum við þó umsækjendur til að nýta sér Vörutorgið fyrir upplýsingar um vörur án innskráningar og nálgast áfram verðupplýsingar hjá viðskiptastjórum Icepharma og Parlogis.
5. Ábyrgð notenda
Skilgreindir notendur geta notað Vörutorg Icepharma í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Icepharma setur. Skilgreindur notandi, sem fengið hefur aðgang að Vörutorgi Icepharma, ber ábyrgð á eigin notendanafni, lykilorði og öðrum persónulegum upplýsingum og er honum með öllu óheimilt að deila aðgangsupplýsingum með öðrum óviðkomandi aðilum. Skilgreindum notendum ber að viðhafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir sem koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar komist yfir aðgangsupplýsingar og geti nýtt sér þær.
Icepharma áskilur sér einhliða rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang notanda að vörutorgi Icepharma, hafna þjónustu eða stöðva pantanir af öryggisástæðum eða ef notandi verður uppvís að sviksamlegu athæfi við skráningu eða kaup á vöru á vörutorgi Icepharma, eða ef grunur vaknar um slíkt. Slík athæfi tilkynnir Icepharma til lögreglu og áskilur sér rétt til að veita lögreglu allar nauðsynlegar upplýsingar.
6. Trúnaður
Skilgreindir notendur, sem fengið hafa aðgang að vörutorgi Icepharma, skulu fara með þær upplýsingar sem þar koma fram sem trúnaðarupplýsingar, sbr. upplýsingar um umsamin vöruverð. Við innskráningu eru umsamin vöruverð aðgengileg skilgreindum notendum og ber notendum skylda til að halda trúnaði um slíkar upplýsingar. Óheimilt er að deila samningsverðum með óviðkomandi aðilum eða framkvæma pöntun fyrir aðra óviðkomandi aðila. Allt efni á vefsvæði vörutorgs Icepharma, s.s. texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Icepharma hf.
Icepharma heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila öðrum en Parlogis sem þjónustar Icepharma um afgreiðslu pantana.
7. Pöntun og greiðsla vegna kaupa á vörutorgi
Pöntun kaupanda á vörutorgi Icepharma telst bindandi þegar pöntun hefur verið staðfest í kaupferlinu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Icepharma sendir kaupanda staðfestingu fyrir kaupum sem og afrit af reikningi í tölvupósti. Með staðfestingu á pöntun staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vörutorgs Icepharma sem aðgengilegir eru á vefsvæði Icepharma. Hver pöntun er bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vörutorgs Icepharma. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst.
Þau fyrirtæki og stofnanir sem fengið hafa aðgang að vörutorgi Icepharma eru í reikningsviðskiptum við Icepharma og því er ekki mögulegt að staðgreiða kaup á vörum í gegnum vörutorg Icepharma.
Icepharma áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef nauðsynlegt reynist undir einhverjum kringumstæðum, svo sem ef ef viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð eða ef verðupplýsingar á vefsvæði vörutorgs eru rangar o.fl. Kaupandi er upplýstur um slíkt eins fljótt og verða má, og honum boðin önnur sambærileg vara, ef mögulegt, sem kaupanda er gefinn kostur á að samþykkja eða hafna.
8. Afhendingarskilmálar
Allar pantanir sem gerðar eru á vörutorgi Icepharma eru afgreiddar af Parlogis ehf. (6212002320). Leitast er við að afgreiða pantanir næsta virka dag en sé vara ekki til á lager mun þjónustufulltrúi Parlogis hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Afhendingarskilmálar, sem og skilmálar varðandi endursendingu vara, eru
Um almennar pantanir gildir eftirfarandi:
- Pantanir sem gerðar eru fyrir kl.11:00, berast viðskiptavinum næsta virka dag nema um annað hafi verið sérstaklega samið.
- Þjónusta til aðila á höfuðborgarsvæðinu er án endurgjalds ef verðmæti pantana er yfir 30.000 kr. en á landsbyggðinni bætist við þjónustugjald, kr. 880 fyrir hverja pöntun
- Pantanir að verðmæti undir 30.000 kr. bera þjónustugjald, kr. 2.500 á hverja pöntun.
Sóttar pantanir
- Pantanir sóttar samdægurs (5 vörulínur eða færri) bera þjónustugjald kr. 1.300,-
- Pantanir sóttar eftir 24 tíma bera ekki þjónustugjald.
Ef pantanir eru sóttar skal kaupandi vitja þeirra hjá Parlogis, Krókhálsi 14, 110 Reykjavík. Opnunartími Parlogis er mánudaga-fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00-15:00. Kaupandi skal framvísa gögnum fyrir vörukaupunum, s.s. staðfestingu á kaupum/reikningi, er hann vitjar vörunnar.
8. Móttekin vara yfirfarin
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina eða vitjað vörunnar ber honum að yfirfara hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Telji kaupandi að vara sé ekki í samræmi við vörulýsingu eða þörf er á ítarlegri leiðbeiningum með vörunni skal hann senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti á netfangið: pontun@parlogis.is, eða hafa samband við þjónustuver Parlogis í síma 590-0200. Parlogis, f.h. Icepharma, áskilur sér rétt til að sannreyna staðhæfingu innan 14 daga.
10. Skilaréttur og endursending vara
Ábyrgð seljanda er í samræmi við lög þar að lútandi og Icepharma skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur skilað vöru og valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu í samræmi við neðangreinda skilmála.
Öllum endursendum vörum þarf að fylgja endursendingarseðill. Á endursendingarseðilinn þarf að skrá reikningsnúmer. Merkja þarf sendinguna með nafni sendanda.
Ef keypt vara er endursend áskilur Icepharma sér rétt, innan 10 virkra daga, til að skoða hvort varan sé í lagi, í upprunalegu ástandi, ónotuð og að allir aukahlutir fylgi endursendri vöru þegar það á við. Endurgreiðsla miðast við upprunalegt verð vörunnar. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd? Hægt er að senda fyrirspurnir um endursendingar á tölvupóstfang endursendingadeildar Parlogis sem er: endursendingar@parlogis.is
Um skilarétt og endursendingar keyptra vara gilda eftirfarandi reglur:
Ekki er tekið við endursendum vörum af öðrum ástæðum en þeim, sem hér að neðan greinir, nema um annað hafi verið sérstaklega samið.
Fyrnd vara
- Fyrnd vara er ekki endurgreidd, nema sérstaklega hafi verið um það samið við söluaðila.
Skemmd / gölluð vara
- Skemmd og/eða gölluð vara, sem endursend er ásamt skýringu á skemmd og/eða galla, er endurgreidd að fullu.
- Tilkynna þarf skemmda eða gallaða vöru um leið og kaupandi uppgötvar eða verður var við skemmd/galla með því að senda tölvupóst eða hringja í þjónustuver Parlogis í síma 590-0200.
Innkölluð vara
- Vara er endurgreidd að fullu, ef hún er endursend innan mánaðar frá tilkynningu um innköllun.
Rangar pantanir
Skila má vöru vegna rangrar pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Að varan hafi geymsluskilyrði við stofuhita.
- Að varan sé ekki steril.
- Vörunni sé skilað innan viku frá afgreiðslu og í samráði við þjónustuver Parlogis.
- Að varan sé í heilli og órofinni pakkningu frá framleiðanda.
- Útfylltur endursendingarseðill fylgi með sendingunni.
- Varan sé flutt með flutningsaðila sem Parlogis samþykkir.
Mistök í afgreiðslu
- Mistök í afgreiðslu vöru frá Parlogis eru að sjálfsögðu leiðrétt eins fljótt og hægt er, kaupanda að kostnaðarlausu. Rangt afgreiddar vörur verða þó að berast innan viku frá afgreiðslu þannig að seljandi geti leiðrétt mistök við afgreiðslu og afhent kaupanda rétta vöru
Kælivörur/frystivörur
- Kælivörur/frystivörurer ekki hægt að skilanema sértaklega sé um það samið. Ef samþykki liggur fyrir um endursendingu á kælivöru/frystivöru skal flutningsmáti unnin í samráði við Parlogis
Aðrar ástæður
Í sérstökum undantekningartilvikum má skila vörum til Parlogis af öðrum ástæðum en nefndar eru hér að ofan. Áður en það er gert, skal þó hafa samband við
11. Vafrakökur á vefsvæði vörutorgs Icepharma
Á vefsíðum Icepharma, þ.m.t. vefsvæði vörutorgs Icepharma, eru notaðar vafrakökur til að gera Icepharma kleift að veita notendum vefsíðunnar góða upplifun af vefsíðunum og til að stuðla að frekari þróun þeirra. Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við notkun Icepharma á vafrakökum er í samræmi við gildandi lög. Nánar má lesa um notkun vafrakaka á vefsvæðum Icepharma hér.
12. Annað
Icepharma ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu vörutorgs Icepharma telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.
Skilmálar þessir gilda frá X.X.2020
13. Lög og varnarþing
Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa og samninga sem Icepharma hf. gerir við viðskiptavini sína. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.
14. Nánari upplýsingar
Fyrir nánari upplýsingar má hringja í Icepharma í síma: 540-8000. Frekari fyrirspurnum má einnig beina á netfangið: vorutorg@icepharma.is. Fulltrúar Icepharma leitast við að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.