Fara í efni
 

Afhendingarskilmálar

Allar pantanir sem gerðar eru á vörutorgi Icepharma eru afgreiddar af Parlogis ehf. (6212002320). Leitast er við að afgreiða pantanir næsta virka dag en sé vara ekki til á lager mun þjónustufulltrúi Parlogis hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Afhendingarskilmálar, sem og skilmálar varðandi endursendingu vara, eru

Um almennar pantanir gildir eftirfarandi:

  • Pantanir sem gerðar eru fyrir kl.11:00, berast viðskiptavinum næsta virka dag nema um annað hafi verið sérstaklega samið.
  • Þjónusta til aðila á höfuðborgarsvæðinu er án endurgjalds ef verðmæti pantana er yfir 30.000 kr. en á landsbyggðinni bætist við þjónustugjald, kr. 880 fyrir hverja pöntun
  • Pantanir að verðmæti undir 30.000 kr. bera þjónustugjald, kr. 2.500 á hverja pöntun.

Sóttar pantanir

  • Pantanir sóttar samdægurs (5 vörulínur eða færri) bera þjónustugjald kr. 1.300,-
  • Pantanir sóttar eftir 24 tíma bera ekki þjónustugjald.

Ef pantanir eru sóttar skal kaupandi vitja þeirra hjá Parlogis, Krókhálsi 14, 110 Reykjavík. Opnunartími Parlogis er mánudaga-fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00-15:00. Kaupandi skal framvísa gögnum fyrir vörukaupunum, s.s. staðfestingu á kaupum/reikningi, er hann vitjar vörunnar.