Fara í efni
 

Öflug og fjölhæf lausn í verkjameðferð

06.03.2025
Tilkynningar
CADD-Solis lyfjadælan býður upp á örugga og notendavæna hönnun sem einfaldar verkjameðferð fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Með skýru viðmóti og snjöllum öryggiseiginleikum veitir hún áreiðanlega og sveigjanlega innrennslislausn fyrir mismunandi klínískar aðstæður.

Fjölhæfar meðferðir sem aðlagast þínum þörfum:

  • Samfellt innrennsli – stöðug dreifing lyfja
  • Forritað skammtað innrennsli (PIB) – tímasett skammtagjöf
  • Sjúklingastýrð verkjastilling (PCA) – sjúklingurinn stjórnar verkjameðferð sinni
  • Sjúklingastýrð mænudeyfing (PCEA) – markviss verkjastilling í mænudeyfingu
  • Skammtagjöf frá heilbrigðisstarfsfólki (Clinician bolus) – sveigjanleg aðlögun í meðferð

CADD-Solis lyfjadælan og rekstrarvörur eru í samningi við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri.

Einnig fáanleg í CADD-Solis VIP útgáfu

Fyrir enn einfaldari notkun og heimameðferð býðst CADD-Solis VIP – með færri stillingum og hannað sérstaklega fyrir örugga og notendavæna meðferð í heimahúsi.

Taktu verkjameðferðina á næsta stig með CADD-Solis lyfjadælunni – öryggi, sveigjanleiki og notendavæn hönnun í einni lausn!

 

Hægt að skoða dælurnar og rekstrarvöru tengt þeim hér

Frekari upplýsingar um eiginleika, notkun og áhættu af völdum notkunar lækningatækis er að finna í notkunarleiðbeiningum tækis. ICU250303 – Mars 2025.