Fara í efni
 

LICENER LÚSASJAMPÓ 100 ML

223738
Framleiðandi: Pronovolab
Eiginleikar:
Hjúkrunarvara Lúsasjampó
Licener lúsasjampó er auðvelt í notkun og drepur bæði höfuðlús og nit hennar í einungis einni meðferð. Meðferðin tekur aðeins 10 mínútur

SKREF 1: Berið Licener sjampó í þurrt hár. Notið nægilega mikið af sjampóinu til að þekja allt hárið. Magnið sem nota þarf ræðst af sídd hársins, en metta þarf allt hárið niður í hársvörð. Nuddið sjampóinu vel inn og látið það bíða í hárinu í 10 mínútur til að virka. Ef margir fjölskyldumeðlimir hafa smitast af höfuðlús skal reyna að meðhöndla þá alla með Licener sama daginn, til að fyrirbyggja ný smit
SKREF 2: Skolið Licener sjampóið vandlega úr hárinu með volgu vatni. Eins og við á um öll sjampó skal forðast að það berist í augu og slímhúð. Ekki er nauðsynlegt að þvo hárið með venjulegu sjampói eftir meðferð með Licener. Ef óskað er má kemba hárið með lúsakambi eftir meðferðina, til að fjarlægja dauðar lýs og dauða nit

Innihaldsefni: Neem-Extract, Aqua, Polyglyceryl-3 Caprate, Cocamidopropyl Betanine, Glyceryl Laurate, Glycerin, Lauryl Glucoside, Dicaprylyl Ether, Lauryl Alcohol, Benzoic Acid, Sorbic Acid, Dimethyl Glutarate and Dimethyl Adipate

Framleiðandi

Leit að framleiðanda eða vöruheiti