Fara í efni
 

Krem Atrac-Tain fótakrem 75 ml

64C4738 Vörunr. framleiðanda: 4738
Framleiðandi: Coloplast
Atrac-Tain®
Atrac-Tain® Rakagefandi fótakrem sem hentar sérlega vel fyrir fætur sykursjúkra.

Vörulýsing
Þurr húð – alvarlegt vandamál
Nær allir einstaklingar með sykursýki (bæði týpu 1 og týpu 2) eru með einhverskonar húðvandamál. Algengasta vandamálið er Xerosis, betur þekkt sem þurr húð. Minnkað blóðflæði í háræðum geta valdið húðhrörnun (atrofi), hárlosi, tákulda, skemmd á tánöglum (nail dystrofi) og þurri húð. Autonom taugakvilli, sem er algeng síðbúin aukaverkun hjá einstaklingum með sykursýki, getur valdið truflun á svitamyndun, roða, bólgu, hrörnun og enn meiri húðþurrk. Ómeðhöndlaður húðþurrkur getur leitt til sprungumyndunar í húð sem getur svo leitt til þess að sár myndist. Auk þess, eykst áhættan á fótasárum þegar fóturinn verður fyrir auknum þrýstingi og núningi.

Að fyrirbyggja sáramyndun af völdum sykursýki

Að koma í veg fyrir sár er mikilvægt. Sérstaklega fyrir einstaklinga með sykursýki. Regluleg notkun rakakrems sem henta fótum sykursjúkra geta stuðlað að því. Atrac-Tain® er þess vegna góð viðbót við fótaumhirðu þessara einstaklinga þar sem það stuðlar að heilli húð ásamt því að koma í veg fyrir sprungur og húðskemmdir.

Þróað og prófað fyrir fætur sykursjúkra

Atrac-Tain® var þróað sérstaklega fyrir fætur sykursjúkra og hefur sýnt sig að vera áhrifaríkt bæði sem fyrirbyggjandi og til meðferðar á húðvanda sykursjúkra. Rannsóknir sýna að Atrac-Tain® fótakremið er bæði öruggt og áhrifaríkt í notkun.

Nærir húðina og veitir raka
Atrac-Tain® inniheldur 10% carbamid og 4% laktat (AHA), húðin inniheldur bæði þessi náttúrulegu efni sem eru rakagefandi. Carbamid er rakagefandi á þann hátt að það smýgur inn í ysta lag húðarinnar þar sem það bindur rakann. Laktat stuðlar að niðurbroti á dauðri húð sem hvetur til nýrrar frumumyndunar svo húðin verður eins og ný og slétt. Bæði carbamid og laktat auka raka í hornhúðinni. Saman endurskapa þessi tvö rakagefandi efni raka og teygjanleika í húðinni. Atrac-Tain® innniheldur hvorki rotvarnarefni, litarefni né ilmefni og hætta á ofnæmisviðbrögðum á viðkvæmri húð sykursjúkra því í lágmarki.

Notkunarleiðbeiningar
Í byrjun meðferðar er þunnu lagi af kremi nuddað á fæturna í 2 - 3 á daga. Þegar húðin er orðin heil, tryggir meðhöndlun einu sinni á dag að húðin helst teygjanleg og sterk. Kremið má ekki bera á milli tánna. Kremið er auðvelt að nota og fitar ekki húðina.
Kremið hentar líka þeim sem ekki eru með sykursýki en þurra og sprungna húð á fótum.

Innihaldslýsing
Vatn, urea (carbamid), isopropylpalmitat, octylpalmitat, glycerylstearat, mjólkursýra (Lactic Acid), stearylalkohol, sorbitol, ammoniumlaktat, stearinsyre, Ceteareth-25 og Ceteareth-6.

Selt í stykkjatali

Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum um vöruna er þér velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga Coloplast í síma 5204316 og 5204326



Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20052

Leit að framleiðanda eða vöruheiti