Fara í efni
 

Cationorm augndropar, 10 ml dropaflaska.

967482 Vörunr. framleiðanda: 753676
Framleiðandi: Santen (Nomeco)
Cationorm fyrir þurr augu

Cationorm augndropar eru notaðir við augnþurrki.

Cationorm hjálpar til við að viðhalda raka, smyrja og vernda yfirborð augans. Notkun augndropanna er ráðlögð við einkennum augnþurrks svo sem stingandi tilfinningu, kláða eða sviða eða tilfinningu um aðskotahlut í auga (eins og sandur eða ryk sé í auga). Þessi einkenni geta verið af völdum utanaðkomandi þátta (svo sem loftræstingar, mengunar, flugferðar, vinnu við tölvuskjá, erfiðrar skurðaðgerðar, notkunar snertilinsa o.s.frv, eða vegna sjúkdóma svo sem trefjaleppskirtilbólgu (meibomian gland dysfunction).

Skammtar
Ráðlagður skammtur er 1 dropi í hvort auga 1 sinni til 4 sinnum á dag.

Aðrar upplýsingar
- Cationorm er auðvelt í notkun og kemur í þægilegu 10 ml dropaglasi.
- Ekki má nota Cationorm lengur en í þrjá mánuði eftir að umbúðir voru rofnar.
- Hætta er á sýkingu ef umbúðirnar eru notaðar meira en 3 mánuðum eftir að þær voru rofnar.
- Cationorm hefur ekki áhrif á gæði snertilinsa og má nota ásamt snertilinsum.
- Án rotvarnarefna.
- Cationorm fæst í apótekum.

Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota augndropana
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
Leitið til læknisins, eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Hér má lesa nánar um Cationorm augndropana.

Framleiðandi

Aðrar vörur frá Santen (Nomeco)

Leit að framleiðanda eða vöruheiti