Fara í efni
 

Physiotulle Ag 10x10

64CCR4494 Vörunr. framleiðanda: CCR4494
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Eiginleikar Með silfri
Stærð 10x10cm
Physiotulle® Ag
Physiotulle® Ag er sárasnertilag með hydrokolloid eindum og inniheldur silfurjónir. Snertilagið er sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir og fyrirbyggja sýkingu í sári.

Vörulýsing
Meðfæranleiki
Physiotulle® Ag festist hvorki við hanska né skæri þegar sett er á sár. Þunnar og sveigjanlegar umbúðir sem henta á ýmsar gerðir vessandi sára.

Physiotulle® Ag inniheldur hydrokolloid eindir og stuðlar því að rakri sárgræðslu. Það þornar ekki upp eða festist í sárabeð eða hindrar í að secundary umbúðir festast við sárabeð. Það má því fjarlægja snertilagið án þess að það valdi skaða á sárabeð. Physiotulle® Ag má nota undir ýmsar tegundir rakadrægra umbúða s.s svampumbúða.

Stöðug losun silfurs og virkni
Þegar snertilagið er sett á sár bindast hydrokolloid eindirnar vessa úr sári og losa um leið silfur út í sárabeðinn. Silfur losnar svo lengi sem umbúðirnar mega vera á sárinu (í allt að 3 daga).

Betri gróandi
Gisinn vefnaður Physiotulle® Ag gerir rakadrægni annarra umbúða (secundary umbúðir) mögulega. Rannsóknir sýna að umbúðirnar minnka sárasvæði sýktra sára um allt að 55% á innan við 4 vikum. (3,5).

Innihaldslýsing
Physiotulle® Ag samanstendur af þéttofnu pólýesterneti sem húðað er með vaselíni sem inniheldur carboxymethylcellulose (CMC)-eindir. Snertilagið inniheldur silfursulfadiazin sem hefur breiðvirk áhrif á bakteríu vöxt, virkar bæði gegn gram jákvæðum og neikvæðum bakteríum, og einnig gegn MRSA (4,5).

Notkun
Physiotulle® Ag má nota á lítið til mikið vessandi langvin- og bráðasár. Physiotulle® Ag henta vel til notkunar á sár sem gróa hægt eða hafa staðnað í græðsluferlinu.


Magn í pakka
10 stk.


Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um vöruna er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 5204316 eða 5204326.



REFERENCER
1. Humbert et al. Acute and superficial chronic wound management in outpatient care. Impact Medecine 2003:35:10-13.
2. Hanson LG et al. Magnetic resonance imaging safety and compatibility for three silver containing wound dressings. EWMA & ETRS 2005.
3. Jørgensen et al. Effect of a new silver dressing on chronic venous leg ulcers with signs of critical colonisation. Journal of Wound Care 2006: 15(3):97-100.
4. Fox. Archives of Surgery 1968: 96:184-88.
5. Hamilton-Miller et al. Chemotherapy 1993:39(6):405-9.

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20051

Leit að framleiðanda eða vöruheiti