Fara í efni

Sáraumbúðir InterDry 25X91 cm

64C67919
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Eiginleikar Með silfri
Stærð 25x91cm
10stk í pakka

InterDry®

InterDry® er mjúkur rakaleiðandi polyester vefnaður sem inniheldur silfur og er notaður til meðhöndlunar á bakteríu- og sveppasýkingum í húðfellingum.

Vörulýsing
Með InterDry® meðhöndlum við bakteríu, sveppa og rakaskemmdir í húðfellingum.
InterDry® er rakaleiðandi mjúkt efni sem inniheldur silfur til meðhöndlunar á bakteríu- og sveppasýkingum í húðfellingum. Efnið leiðir rakann burtu frá húðfellingunum, kemur í veg fyrir að húð liggi við húð og hefur áhrif á bakteríu og sveppasýkingar með viðvarandi silfurlosun í allt að 5 daga. InterDry® meðhöndlar einkenni Intertrigo – rauð útbrot, kláða/brunatilfinningu, fleiður, grátandi húð og dregur úr vondri lykt á innan við 5 dögum.

Ef þú þarfnast frekari upplýsinga um umbúðirnar, hafðu þá samband við hjúkrunarfræðinga Coloplast í síma: 5204316 eða 5432616.

Framleiðandi

Coloplast markaðssetur og selur hjúkrunarvörur fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar

Aðrar vörur frá Coloplast

Leit að framleiðanda eða vöruheiti