Fara í efni
 

Þvagleggur Luja Ch10 karla vasapakkning

64C20061 Vörunr. framleiðanda: 20061
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Kyn Karlar/drengir
Eiginleikar Luja
Luja™

Luja™ aftöppunarþvagleggur fyrir karlmenn tryggir fullkomna blöðrutæmingu með Micro-hole Zone Technology*.

Vörulýsing

Luja™ er fyrsti og eini aftöppunar þvagleggurinn með Micro-hole Zone Technology, sem er hannaður til að minnka áhættu á þvagfærasýkingum* Þegar þvagrennsli hættir er þvagblaðran algerlega tóm. Tilfærsla á þvaglegg er því ekki nauðsynleg.

Luja fæst í tveim pakkningastærðum, standard - og sem vasapakkning.

Kostir

Luja er fyrsti og eini aftöppunarþvagleggurinn sem er með yfir 80 míkró göt en það tryggir samfellt þvagrennsli. Þegar rennslið hættir er blaðran tóm. Þannig veistu að aftöppun er lokið. Engin þörf er á tilfærslu þvagleggs sem gerir aftöppun auðveldari. Hönnun leggsins miðar að því að tæma blöðruna fullkomlega til að draga úr líkum á þvagfærasýkingum.

Aðrir eiginleikar Luja:
• Triple Action Coating Technology er yfirborðsmeðhöndlun sem tryggir jafnt, slétt og rakt yfirborð án þurra svæða. Lágmarkar skaða á slímhúð þvagrásar.
• Sveigjanlegur kúlulaga endi, auðveldar uppsetningu.
• Mjúkt grip sem tryggir að notandinn hefur fulla stjórn á þvagleggnum við uppsetningu.
• Þurr varnarfilma umlykur þvaglegginn sem gerir notandanum kleift að setja þvaglegginn upp án þess að snerta yfirborð hans. Varnarfilman tryggir því hreina blöðrutæmingu.

Eftir notkun er hægt að loka þvaleggnum aftur, hægt er að brjóta umbúðirnar saman og loka og farga þar sem hentar. Hlutlausar umbúðir Luja bera þess ekki merki að um hjúkrunarvöru að ræða.

Magn í pakka, vasapakkning
30 stk.

Ef þú þarfnast frekari upplýsinga um vöruna, hafðu þá samband við okkur í síma: 5204316 eða 5432616.

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Leit að framleiðanda eða vöruheiti