OtoWax®: Nýtt lækningatæki sem fjarlægir eyrnamerg á áhrifaríkan hátt
Virkni OtoWax®
Lykillinn að virkni OtoWax® liggur í einstakri blöndu af 3% vetnisperoxíði og fosfatbuffer. OtoWax®eyrnaúðinn verkar með því að losa súrefni úr vetnisperoxíði sem veldur því að eyrnamergurinn mýkist og leysist upp svo auðvelt er að fjarlægja hann úr eyranu. Fosfatbufferinn í OtoWax® sér til þess að stöðugu og eðlilegu sýrustigi sé viðhaldið í eyrnagöngum. Þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir ertingu og bólgur í eyrnagöngum sem annars gætu komið upp við notkun á vetnisperoxíði einu og sér. Fosfatbufferinn tryggir að vetnisperoxíðið virki á áhrifaríkan hátt án þess að skaða viðkvæma eyrnaslímhúð. Þessi samsetning gerir OtoWax® ekki aðeins áhrifaríkt heldur einnig öruggt til reglulegrar notkunar.
Notkun OtoWax®
OtoWax® er auðvelt í notkun og hentar bæði fullorðnum og börnum frá 3ja ára aldri. Með OtoWax® fylgja notkunarleiðbeiningar um hvernig á að nota það á réttan hátt. Þegar OtoWax® er notað skal einfaldlega halla höfðinu þannig að eyrað sem á að meðhöndla snúi upp og úða í eyrað. Hjá 3-9 ára eru notaðir 2-3 úðar tvisvar á dag í 3-5 daga en hjá 9 ára og eldri eru notaðir 4-5 úðar tvisvar á dag í 3-5 daga. OtoWax® er látið virka í 2 mínútur og síðan er þurrkað úr eyranu með pappírsþurrku. Ferlið er fjótlegt og sársaukalaust og hægt er að gera það heima. OtoWax® má einnig nota sem fyrirbyggjandi meðferð hjá þeim sem reglulega þurfa að leita til heilbrigðisstarfsfólks til að láta hreinsa úr sér eyrnamerg. Við fyrirbyggjandi notkun er OtoWax® notað tvisvar í viku þurfir þú að láta fjarlægja eyrnamerg úr þér tvisar á ári, þrisvar í viku þurfir þú að láta fjarlægja eyrnamerg úr þér þrisvar á ári og svo framvegis. Athugið að við notkun OtoWax® heyrist brakandi hljóð í eyranu. Það er vegna virkni vetnisperoxíðs. Þetta er ekki hættulegt heldur til marks um að úðinn sé að hafa tilætluð áhrif.
Hvers vegna er mikilvægt að fjarlægja eyrnamerg?
Eyrnamergur er náttúrulegt efni sem framleitt er af kirtlum í eyrnagöngum. Eyrnamergur verndar og smyr eyrun en of mikil uppsöfnun eyrnamergs getur leitt til óþæginda, heyrnarskerðingar og jafnvel sýkinga. Hefðbundnar aðferðir við að fjarlægja eyrnamerg, eins og að nota eyrnapinna geta oft þrýst eyrnamergnum lengra inn í eyrað og jafnvel valdið skaða. OtoWax® lágmarkar hættu á að skaða eyrun og gerir eyrnaumhirðu auðvelda, áhrifaríka og örugga.
Ávinningur OtoWax®
OtoWax® býður upp á marga kosti við að fjarlægja eyrnamerg. Það er:
- Áhrifaríkt: Virku innihaldsefnin sjá til þess að OtoWax® mýki og leysi upp eyrnamerg á áhrifaríkan hátt sem auðvelt er að fjarlægja úr eyranu.
- Öruggt: Með því að viðhalda eðlilegu sýrustigi og mýkjandi áhrifum fosfatbuffersins er minni hætta á ertingu og skaða í eyrnagöngunum.
- Auðvelt í notkun: Einfaldar leiðbeiningar og auðveld notkun gera fólki kleift að nota OtoWax® sjálft án þess að þurfa aðstoð heilbrigðisstarfsmanns.
- Olíulaust: Ólíkt öðrum vörum á markaði inniheldur OtoWax® ekki olíu og skilur því ekki eftir sig olíuleifar í eyrnagöngum sem auka líkur á of mikilli framleiðslu eyrnamergs. Þar sem lausnin er olíulaus klessist hún heldur ekki í flíkum og öðru eða skilur eftir sig olíubletti.
OtoWax® er frábær nýjung á markaði fyrir þá sem glíma við uppsöfnun eyrnamergs. Með virkni vetnisperoxíðs og verndandi áhrifum fosfatsbuffersins er OtoWax® örugg og áhrifarík lausn sem stuðlar að hreinum og heilbrigðum eyrum. Við mælum með OtoWax® fyrir alla sem vilja þægilega og skilvirka leið til að viðhalda heyrnarskerpu og forðast óþægindi sem fylgja uppsöfnun eyrnamergs.
Frekari upplýsingar um eiginleika, notkun og áhættu af völdum notkunar lækningatækis er að finna í notkunarleiðbeiningum tækis. ADD240601 – Júní 2024.