Fara í efni
 

Apótek Serum 50 ml

12000188 Vörunr. framleiðanda: T00188
Framleiðandi: Apótek
Eiginleikar:
Húðvörur Andlitsserum
Serum - hlaðið af efnum sem gefa raka, mýkt, binda raka við húðina ásamt því að innihalda efni sem eru húðverjandi og draga saman húðholur. Án litarefna og parabena.

Serum er lauflétt rakagefandi blanda sem á að nota eitt og sér eða undir dagkrem/næturkrem. Helstu virku efnin eru allantoin sem róar húðina, er rakagefandi, dregur saman húðholur og ver húðina. Squalane er hluti af heilbrigðri húð og þetta efni hindrar rakatap úr húðinni. Saccharide isomerate er rakagjafi sem búið er að sýna fram á að hefur um 72 klst verkun í húðinni, efnið hleður inn raka í húðina og binst við hana. Hyaluronate acid er einn öflugasti rakagjafi sem þekktur er og verkar gegn hrukkum.

Innihald: Vatn, Jojobaolía, Propandíól (100% náttúrulegt), Glyceryl stearate citrate (bindiefni), Glýseról (grænmetis based),Squalane (grænmetis based), Sodium PCA (er náttúrulegur partur af húðinni og sér um að binda raka við húðfrumurnar), Saccharide isomerate , Sorbitan oleate (bindiefni), Hyaluronic sýra, Allantoin, Evítamínolía, Carbomer (þykkingarefni), Sítrónuolía, Xylityl sesquicaprylate (rotvörn),  Caprylyl glycol (rotvörn), Sodium citrate (pHstillir), Citric acid (pHstillir), Sodium hydroxide (pHstillir), Limonene og Citral eru efni sem geta verið náttúrulegur partur af ilmkjarnaolíum í þessu tilfelli sítrónuolíu. Efnin geta mögulega valdið ofnæmi. Yfir 85% af innihaldi vörunnar er af náttúrulegum uppruna.


http://www.pharmarctica.is/is/vorur/bleika-linan/serum

Leit að framleiðanda eða vöruheiti