Fara í efni
 

Ákjósanleg lausn til að minnka líkur á uppsöfnun sáravessa í sári

03.05.2021
Tilkynningar

Biatain Silicone með 3DFit Tækni er til í mismunandi stærðum og lögunum og einnig með silfri fyrir sýkt sár eða sár í áhættu hópi fyrir sýkingar.

“Red Dot“ viðurkenningin eru vel þekkt og virt verðlaun fyrir gæði og góða hönnun. Biatain Silicone hefur fengið þessi valinkunnu hönnunarverðlaun

Kostirnir við 3DFit Tæknina

Biatain Silicone med 3DFit Tækni lagar sig að sárabeði og minnkar uppsöfnun vessa í holrými þannig að bestu aðstæður fyrir sárgræðslu skapast. 94% heilbrigðisfagfólks telja að góð snerting við sárabeð sé mikilvæg til að skapa þessar ákjósanlegu aðstæður. Hefðbundnar svampumbúðir skilja eftir holrými milli sárabeðs og umbúða. Sáravessi safnast saman í þessu holrými, sem getur leitt til soðinna sárbarma, hættu á sýkingu og seinkun á sárgræðslu.

Þegar umbúðirnar komast í snertingu við sáravessann laga svampumbúðir með 3DFIT Tækni sig að sárabeðnum og koma í veg fyrir að sáravessi safnist fyrir. Umbúðirnar draga vessan til sín lóðrétt og halda honum í umbúðunum – líka undir þrýstingi. Þetta minnkar hættuna á leka og soðnum sárbörmum og skemmd á húð í kringum sárið.

Nánari upplýsingar um vörurnar má finna hér: https://vorutorg.icepharma.is/is/heilbrigdisvorur/saramedferd/silikonumbudir?filter-framleidandi=coloplast

Nánari upplýsingar veita hjúkrunarfræðingar Coloplast
Geirþrúður Pálsdóttir
geirthrudur@icepharma.is
sími 520 4316

Sigrún Hrund Gunnarsdóttir
sigrun.hrund@icepharma.is
sími 520 4326