Fara í efni

Betri meðferðarheldni með CONTOUR® NEXT ONE

29.07.2020

Mikilvægi nákvæmra blóðsykursmælinga getur skipt sköpum fyrir einstaklinga með sykursýki. Að skilja niðurstöður og geta brugðist rétt við eru einnig þættir sem auka meðferðarheldni og öryggi.

CONTOUR® NEXT ONE mælirinn notar CONTOUR® NEXT strimla. CONTOUR® NEXT kerfið hefur sýnt fram á mjög nákvæmar niðurstöður sem eru betri en lágmarks kröfur kveða á um undir ISO 15197:2013*. Nákvæmar blóðsykursmælingar geta bætt HbA1c og einnig fækkað sykurföllum.

Til að auðvelda skilning á niðurstöðum hefur CONTOUR® NEXT ONE einstaka SmartLIGHT® virkni. Litirnir gulur, grænn og rauður lýsa allt eftir hvort mæling er yfir-, innan- eða undir eðlilegum mörkum. Mælirinn hefur einnig 60-sekúndna Second-Chance® og er því hægt að bæta við blóðdropa á sama stimil sé blóðdropi ekki nægur við fyrstu tilraun. Þetta getur hjálpað til við sparnað á strimlum en einnig komið í veg fyrir að stinga þurfi oft til að ná nægum blóðdropa fyrir mælingu.

Hægt er að tengja CONTOUR®NEXT ONE mælinn ókeypis við CONTOUR®DIABETES appið. Þegar búið er að tengja mælinn við appið í fyrsta skipti fara allar mælingar frá CONTOUR® NEXT ONE mælinum í CONTOUR® DIABETES appið. Í appinu getur þú bætt við frekari upplýsingum (t.d. máltíðum, lyfjum, myndum og hreyfingu) við hverja mælingu til að halda úti rafrænni sykursýkisdagbók. Sykursýkisdagbókina er síðan hægt að áframsenda úr appinu í tölvupóst sem pdf skjal

Nokkrir af kostum CONTOUR® NEXT ONE og af hverju þú átt að velja CONTOUR® NEXT ONE fyrir þig, þinn vinnustað eða þína skjólstæðinga.