Fara í efni
 

Aukin hætta á vannæringu meðal barna með ADHD

13.09.2021
Tilkynningar

Í dag er talið að um 5-7% íslenskra barna á skólaaldri séu með ADHD greiningu (1,2) og af þeim fjölda nota a.m.k. 85% greindra barna lyf (3) til þess að stjórna einkennum. Margir finna fyrir jákvæðum áhrifum af lyfjameðferð en það er þekkt að þeim fylgja einnig aukaverkanir sem geta til að mynda verið minnkuð matarlyst, kviðverkir og höfuðverkur. Þessar aukaverkanir geta haft áhrif á árangur meðferðar(4).

Rannsóknir sýna að allt að 65% barna með ADHD upplifa minnkaða matarlyst sem aukaverkun þegar notast er við lyf (4,5). Í rannsóknum þar sem rætt hefur verið við barnageðlækna og foreldra er tíðnin enn hærri (6,7). Ennfremur sýna rannsóknir að um helmingur þessara barna eiga í hættu að verða vannærð vegna minnkaðrar matarlystar sem getur jafnframt leitt til þyngdartaps (8,9).

Þessar aukaverkanir, minnkuð matarlyst og þyngdartap, eru algengustu ástæðurnar fyrir því að lyfjaskömmtum er breytt eða hætt að öllu leyti (10).
Minnkuð matarlyst og hætta á vannæringu hefur ekki eingöngu áhrif á daglegt líf heldur getur það haft áhrif á vöxt, þroska og lífsgæði barna (11,12).

Að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í samræmi við ráðleggingar um mataræði og reglulegir matmálstímar stuðla að góðu næringarástandi sem er mikilvægt fyrir vöxt, þroska og vellíðan allra barna. Þrátt fyrir þessa góðu ráðleggingar þarf stundum að grípa inní þegar lystarleysi er til staðar.

 

Þegar hugað er að næringarmeðferð fyrir börn með ADHD sem glíma við lystarleysi geta valkostir verið meðal annars að:

  • Stilla af eða breyta lyfjum
  • Fræðsla, athferlismeðferð og stuðningur
  • Orkubæting máltíða
  • Orkubæting í formi næringardrykkja til þess að auka heildarorkuinntöku

Fortini næringardrykkir fyrir börn

Ef kosið er að velja orkubætingu í formi næringardrykkja geta Fortini drykkirnir verið góður kostur.

Fortini eru næringardrykkir fyrir börn frá 1 árs aldri, sem af ýmsum ástæðum geta ekki fullnægt næringarþörf sinni með venjulegu mataræði. Þar á meðal eru börn með ADHD í hættu á næringarskorti vegna minnkaðrar matarlystar sem aukaverkun lyfja. Fortini er orkuþéttur og próteinríkur næringardrykkur sem hægt er að nota sem orkubætingu með mat eða einann og sér ef þess þarf.

Næringardrykkir Fortini eru fáanlegir í sex mismunandi bragðtegundum og með fjórum mismunandi áferðum.

Þessir valmöguleikar auðvelda barninu og foreldrum þess að finna þann Fortini næringardrykk sem hentar barninu best.

1) Thomas R, Sanders S, Doust J, Beller E, Glasziou P. Prevalence of attention-deficit/hyperactivity disorder: a systematic review and meta-analysis. Pediatrics. apríl 2015;135(4):e994-1001.

2) Polanczyk GV, Willcutt EG, Salum GA, Kieling C, Rohde LA. ADHD prevalence estimates across three decades: an updated systematic review and meta-regression analysis. Int J Epidemiol. apríl 2014;43(2):434–42.

3) Fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39293/Talnabrunnur_Februar_2020_2.pdf 14.árgangur, 1.tölublað, Febrúar 2020.

4) Aagaard L, et al. The occurrence of adverse drug reactions reported for attention deficit hyperactivity disorder (ADHD) medications in the pediatric population: a qualitative review of empirical studies. Neuropsychiatr Dis Treat 2011;7:729-44.

5) Padilha SCOS, et al. Efficacy and safety of drugs for attention deficit hyperactivity disorder in children and adolescents: a network meta-analysis. Eur Child Adolesc Psychiatry 2018;27:1335-45

6) Appetite loss in children/adolescents with ADHD, Nutricia undersøgelse udført af ConfiMax, marts 2017.

7) Undersökning om näring och kost vid ADHD, Nutricias undersøgelse i samarbejde med Underbara ADHD, september 2018.

8) Sha’ari N, et al. Nutritional status and feeding problems in pediatric attention deficit–hyperactivity disorder. Pediatr Int 2017;59: 408-15.

9) Durá-Travé T, et al. Nutrition and attention deficit hyperactivity disorder: developmental follow-up of the anthropometric variables of a group of patients receiving treatment with osmotic controlled-release methylphenidate. Rev Neurol 2011;53:257-64.

10) Frank E, et al. Examining why patients with attention-deficit/hyperactivity disorder lack adherence to medication over the long term: a review and analysis. J Clin Psychiatry 2015;76:e1459-68.

11) Stratton RJ, et al. Disease-related malnutrition: an evidence based approach to treatment. Wallingford: CABI Publishing; 2003.

12) Wallace M, et al. Better care through better nutrition: value and effects of medical nutrition – A summary of the evidence base. 4th version. Brussels: MNI, 2017.

Fortini drykkina frá Nutricia má finna hér

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við:
Harpa Hrund Hinriksdóttir
harpa@icepharma.is  - sími 520 4311