Fara í efni
 

Clearblue Advanced frjósemismælir

10.03.2021
Tilkynningar

Clearblue Advanced frjósemismælir

Clearblue Advanced frjósemismælirinn aðstoðar við greiningu á tíðahring og auðkennir þannig alla frjósemisdaga í hverjum tíðahring betur.

Clearblue Advanced mælirinn er lítill stafrænn mælir, með mjúkum línum og fer vel í hendi. Á mælinum er bjartur og auðlesanlegur stafrænn snertiskjár.
Skjárinn sýnir hvaða daga æskilegast er að gera mælingu. Möguleiki er að tímastilla klukku á mælinum sem gefur frá sér hljóð þegar tími er kominn á næstu mælingu.
Einfaldir þvagstrimlar safna saman upplýsingum um frjósemishormón úr þvagi varðandi stöðu frjósemishormóna sem mælirinn heldur svo utan um og geymir í allt að 6 mánuði aftur í tímann til að fá sem nákvæmustu mynd af tíðahringnum og helstu frjósemisdögum notanda.
Mælirinn sýnir frjósemisstöðu notanda daglega.

Möguleiki er að skrá inn þá daga sem notandinn hefur tíðir, möguleiki er að skrá niður magn flæðis hvern dag. Einnig er hægt að skrá þá daga sem kynlíf er stundað. Þetta getur hjálpað til við að staðfesta að notandinn er að stunda kynlíf á bestu mögulegu dögunum til frjóvgunar.

Hægt er að bera saman alla tíðahringi í allt að 6 mánuði aftur í tímann sem auðveldar samanburð hvers tíðahrings.
Hægt er að sjá lengd hvers tíðahrings, hvenær frjósemisdagar virðast vera að rísa og ná toppi og ef skrásett er, þá koma upplýsingar um hvenær kynlíf er stundað.
Þessar lykilupplýsingar geta verið hjálplegar þegar leitað er aðstoðar við þungun og getur læknir fengið mikilvægar upplýsingar fljótt og örugglega þegar hann skoðar upplýsingar í mælinum.

 

Clearblue Advanced mælirinn er eini mælirinn sem einnig gerir notanda kleift að mæla fyrir þungun.
Mælirinn reiknar út hvenær tíðir ættu að hefjast með því að nota topp frjósemisdaga og fyrri tíðarhringi sem viðmið.

Mælirinn telur niður í næsta tíðahring þremur dögum áður en tíðir ættu að hefjast .
Hægt er að taka þungunarpróf með mælinum á sama hátt og frjósemismælingarnar fara fram.
Þetta er gert með þvagstrimli. Hægt er að taka þungunarpróf allt að þremur dögum áður en tíðir ættu að hefjast. Allar upplýsingar eru skráðar í mælinn og eru sýnilegar í dagatalinu sem auðveldar utanumhald upplýsinganna og auðvelt er að skoða aftur í tímann allar upplýsingar.

Einungis er þörf á að kaupa mælinn einu sinni og svo er hægt að kaupa áfyllingu á frjósemisstrimlum til að setja í mælinn eftir þörfum.

Clearblue advanced strimlar

Vörunúmer Parlogis 451790523
Einnig er hægt að fá áfyllingar kassa sem innihalda 20 frjósemisstrimla og 4 þungunarpróf sem einnig eru sett í mælinn og skráir mælirinn þá hvenær þungunarpróf var tekið ásamt niðurstöðum úr því.