Fara í efni

Icepharma hefur sölu á Covid-19 hrað- og sjálfsprófum

18.08.2021
Tilkynningar

Icepharma hefur fengið leyfi Heilbrigðisráðuneytis og Landlæknis fyrir notkun á Covid-19 antigen hrað- og sjálfsprófi. Þessi skyndigreiningarpróf eru bæði markaðssett sem hraðpróf og sjálfspróf. Þau eru auðveld í notkun og greina veiruna í nefi einstaklinga á 15 mínútum. Prófið er CE vottað, Rapid SARS-CoV-2 Antigen Test, frá Xiamen Boson Biotech Co., Ltd. er mótefnisvakapróf (antigen test) og er ætlað til skimunar á annars einkennalausum einstaklingum.

Ef einstaklingur fær jákvætt svar úr prófinu verður viðkomandi að tilkynna það yfirvöldum og fá staðfestingu með PCR prófi sóttvarnaryfirvalda.

 

Skoða vöruframboð.

Leiðbeiningar um notkun sjálfsprófa.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við
Ari Jón Arason - ari.jon@icepharma.is
Sími 520 4327
GSM 843 4327