Fyrir hverja er Pepticate ofnæmismjólk ?
09.02.2022
Tilkynningar
Pepticate er þurrmjólk ætluð börnum með kúamjólkurofnæmi. Mjólkurpróteinin hafa verið klofin (vatnsrofin) í minni einingar sem gera hana auðmeltanlegri en hefðbundin þurrmjólk. Ofnæmismjólkin er með lága ofnæmisvirkni og hefur því gefið góðan árangur hjá þeim börnum sem þurfa á henni að halda.
Af hverju á ég að velja Pepticate fyrir barnið mitt ?
- Sérstaða Pepticate er meðal annars sú að hún inniheldur ákjósanlega GOS/FOS trefjablöndu (prebiotics), sem hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna og svipar til trefjasamsetningar brjóstamjólkur. Hún inniheldur einnig DHA og AA fitusýrur sem eru mikilvægar fyrir heila- og sjónþroska barna.
- Pepticate er fullgild næring sem merkir að þurrmjólkin inniheldur öll þau næringarefni sem ungabörn frá 0-12 mánaða aldri þarfnast. Hægt er að nota hana eina og sér eða sem viðbót við brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og sem viðbót með mat frá 6 mánaða aldri. Frá 6 mánaða aldri er einnig hægt að skipta yfir í Pepticate Plus. Hægt er að nota Pepticate í matreiðslu í staðinn fyrir mjólk t.d. grauta og í pönnukökur. Pepticate er glútenlaust og inniheldur laktósa.
Ef einkenni barnsins eru ekki betri á Pepticate, er til önnur ofnæmismjólk ?
- Allt að 97% barna með mjólkuofnæmi þola Pepticate en fyrir þau börn sem þurfa enn sérhæfðari mjólk bendum við á Neocate.
- Neocate er enn sérhæfðari ofnæmismjólk þar sem búið er að kljúfa próteinin í fríar amínósýrur. Neocate er ætluð börnum með margskonar fæðuofnæmi t.d. kúamjólkurofnæmi, margþætt fæðuofnæmi og Short Bowel syndrom. Einnig hefur Neocate gefið góða raun við meðhöndlun á slæmu húðexemi (atopisk dermatitis).
- Annars vegar er Neocate LCP sem er ætlað börnum frá fæðingu til 12 mánaða aldurs og hins vegar er Neocate Junior sem er ætluð sem viðbót við hefðbundið fæði hjá börnum frá 1-10 ára aldri. Neocate Junior fæst í þremur bragðtegundum, bragðlaus, vanillu og jarðaberja. Að auki eru fáanlegur grautur sem ætlaður er börnum frá 6 mánaða aldri sem heitir Neocate Spoon.
- Neocate ofnæmismjólkin er alltaf ávísað af lækni/næringarfræðingi eftir að möguleikar á annari fæðu hefur verið skoðaðir, þar með talin brjóstagjöf.
Nutricia styður ráðleggingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að móðurmjólkin er besta næringin sem völ er á fyrir ungabörn.
Frekari upplýsingar um ofnæmismjólk má finna á vefsíðu Nutricia á Íslandi.