Fara í efni
 

Fyrsti sjálfvirki lyfjaskammtarinn afhentur

25.11.2021
Tilkynningar
Icepharma, dótt­ur­fé­lag Ósa ásamt Reykja­vík­ur­borg hafa af­hent fyrstu sjálf­virku lyfja­skammt­ar­ana frá Evondos til íbúa í heimaþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Nýt­ist einkar vel í fjar­heil­brigðisþjón­ustu

Um er að ræða sam­vinnu­verk­efni milli Vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar og Icepharma um inn­leiðingu á 25 sjálf­virk­um lyfja­skömmt­ur­um á heim­il­um skjól­stæðinga Vel­ferðarsviðs.

„Lyfja­skammt­ar­ar eru bylt­ing­ar­kennd vel­ferðar­tækni sem nýt­ist einkar vel í fjar­heil­brigðisþjón­ustu. Til­koma þeirra hér á landi styður enn frek­ar við sjálf­stæða og lengri bú­setu fólks í heima­hús­um, bæt­ir gæði þjón­ust­unn­ar, eyk­ur skil­virkni og trygg­ir ein­stak­ling­um ör­ugga og rétta lyfja­gjöf á til­sett­um tíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stefanía Valentínusardóttir, 89 ára er fyrsti einstaklingurinn til að fá …
Stef­an­ía Valentínus­ar­dótt­ir, 89 ára er fyrsti ein­stak­ling­ur­inn til að fá sjálf­virk­an lyfja­skammt­ara heim til sín. Ljós­mynd/​Aðsend
 
Hægt að spyrja um líðan fólks í gegn­um tækið

Sjálf­virku lyfja­skammt­ar­arn­ir frá Evondos munu þjóna íbú­um Reykja­vík­ur­borg­ar sem búa heima en þurfa dag­lega eða oft­ar aðstoð og eft­ir­fylgni við lyfjtainn­töku. Í lyfja­skammt­ar­ann eru sett­ar hefðbundn­ar lyfjar­úll­ur og les tækið þær upp­lýs­ing­ar sem fram koma á hverj­um lyfja­poka og skammt­ar rétt­um lyfj­um á rétt­um tíma. Lyfja­skammt­ar­inn er með bæði texta- og radd­leiðbein­ing­um á ís­lensku, sem styður enn bet­ur við meðferðar­heldni.

Hægt er að senda per­sónu­leg skila­boð inn í lyfja­skamt­ar­ann, t.d. til að minna viðkom­andi á að hann þurfi að nær­ast eða drekka á ákveðnum tím­um og/​eða að viðkom­andi eigi von á heima­vitj­un. Einnig er hægt að spyrja um líðan sem ein­stak­ling­ur­inn svar­ar síðan í gegn­um lyfja­skammt­ar­ann. Ef ein­stak­ling­ur gleym­ir að taka lyf­in inn­an ákveðins tím­aramma koma skila­boð eða viðvar­an­ir í miðlægt kerfi svo heimaþjón­ust­an get­ur brugðist strax við.

Stuðlar að því að fólk get­ur búið leng­ur heima

Lyfja­skammt­ar­inn er frá finnska fyr­ir­tæk­inu Evondos og þjón­ust­ar það í dag um 200 heil­brigðisum­dæmi á Norður­lönd­un­um. Evondos er með fjar­vökt­un á öll­um sín­um lyfja­skömmt­ur­um all­an sól­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring og jafn­framt sér Icepharma um þjón­ustu og viðhald hér á landi.

„Mik­il ný­sköp­un á sér stað í vel­ferðar­tækni og lausn­um sem stuðla að því að fólk get­ur búið leng­ur heima hjá sér í ör­yggi og með þjón­ustu sem er þeim mik­il­væg. Sjálf­virki lyfja­skammt­ar­inn er gott dæmi um slíka lausn og framund­an er hröð þróun í notk­un vel­ferðar­tækni við hönn­un íbúða fyr­ir þá sem þurfa á þjón­ustu að halda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.