Fara í efni
 

Heilsusamlegt fæði fyrir matstofuna í janúar

20.12.2022
Tilkynningar
Nú styttist óðum í nýtt ár og janúar mánuður því handan við hornið. Fyrir mörgum er janúar sá tími ársins þar sem markmiðasetning og heilsusamlegur lífsstíll er ofarlega á baugi. Það gæti því verið heillaráð að skipta út hálf kláruðum konfektkössunum fyrir heilsusamlega millibita og annað heilsufæði, í matstofu þíns fyrirtækis.

Hér að neðan gefur að líta á nokkrar hugmyndir að hollari valkostum sem eru tilvaldir fyrir komandi heilsutíð.

 

Mamma Chia skvísur

Skvísurnar frá Mamma Chia innihalda graut úr chiafræum og ávaxta- og grænmetismauki. Grautarnir eru trefja- og próteinríkir. Í hverjum skammti eru 1200 mg af omega 3. Grautarnir eru lífrænt vottaðir, óerfðabreyttir og glútenlausir.

Chia-skvísurnar eru því upplagðar sem millimál fyrir starfsfólkið.

Sjá vöruframboð af Mamma Chia skvísum.

 

MUNA

MUNA vörurnar eru fullkomnar sem hollt og bragðgott millimál. MUNA býður upp á breiða vörulínu af hollari valkostum í hæstu gæðum og flestar vörurnar eru 100% lífrænt vottaðar.

Sem dæmi má nefna:

  • Maís og rískökur
  • Hafrar og annað morgunkorn
  • Hnetu-, kókos- og karmellubiti
  • Hnetu- og möndlusmjör
  • Þurrkað mangó
  • Hnetumix
  • Pasta, hrísgrjón og baunir

Sjá vöruframboð af MUNA vörum. 

 

Clipper te

Te eru heilsusamlegur kostur og Clipper tein hafa unnið til fjölmargra verðlauna frá því framleiðslan hófst árið 1984. Vörulínan inniheldur hvítt, svart og grænt te og bragðgóðar blöndur með ávöxtum. Tein eru ýmist gerð úr einni eða fleiri tejurtum. Þau eru fairtrade, hægt að velja marskonar lífræna tepoka og verðið er gott.

Sjá vöruframboð af Clipper te.

 

Good Good

Good Good Brand sérhæfir sig í að bjóða uppá náttúrulega sætar lausnir. Fyrirtækið trúir því staðfast að sykur sé ein helsta ógn við heilsufar fólks og einbeitir sér því að framleiðslu á hollum, sykurlausum og bragðgóðum vörum. Við mælum sérstaklega með ketó stykkjunum, sykurlausu sultunum og sykurlausu súkkulaðismyrjunni.

Sjá vöruframboð af Good Good vörum.