Fara í efni
 

Icepharma hefur undirritað tímamótasamning um sjálfvirka lyfjaskammtara í heimahúsum

20.09.2021
Tilkynningar
Þann 16. september síðastliðinn undirrituðu Icepharma og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar samning um sjálfvirka lyfjaskammtara til prófunar í heimaþjónustu borgarinnar. Um er að ræða einn af fyrstu áföngum Icepharma og móðurfélags Ósa í að byggja upp heilsueflandi starfsemi með áherslu á nýsköpun og þróun.

Sjálfvirkir lyfjaskammtarar eru byltingarkennd velferðartækni sem nýtist í fjarþjónustu. Tilkoma þeirra styður enn frekar við sjálfstæða búsetu fólks í heimahúsum, bætir gæði heimaþjónustu, eykur skilvirkni og tryggir einstaklingum örugga lyfjagjöf á réttum tíma.

Sjálfvirki lyfjaskammtarinn hentar einstaklingum sem búa heima en þurfa daglega eða oftar aðstoð og eftirfylgni við lyfjainntöku. Eins er hægt er að senda persónuleg skilboð inn í kerfið fyrir hvern og einn einstakling. Til dæmis er hægt að minna viðkomandi á að hann þurfi að nærast eða drekka á ákveðnum tímum eða að viðkomandi eigi von á heimavitjun. Einnig er hægt spyrja um líðan í gegnum hann.

Í lyfjaskammtarann eru settar lyfjarúllur og les tækið þær upplýsingar sem fram koma á hverjum lyfjapoka og skammtar réttum lyfjum á réttum tíma. Hver og einn getur valið um hljóð og/eða raddleiðbeiningar á flestum tungumálum og þar á meðal íslensku. Ef einstaklingur tekur ekki lyfin þá koma skilaboð eða viðvaranir í miðlægt kerfi. Þetta eftirlit veitir einstaklingum mikið öryggi, t.d. þeirra sem búa einir eða í mikilli fjarlægð frá aðstandendum.

Lyfjaskammtarinn er frá finnska fyrirtækinu Evondos og þjónustar það í dag um 200 heilbrigðisumdæmi á Norðurlöndunum. Evondos eru frumkvöðlar og leiðandi á þessu sviði og völdu Financial Times þau sem eitt af þeim fyrirtækjum sem eru að vaxa hvað hraðast í Evrópu.

Um er að ræða verulega spennandi verkefni á sviði lýðheilsu og fellur einkar vel að áformum um uppbyggingu heilsuklasa undir handleiðslu Ósa. Stefnt er að því að fyrstu 25 Lyfjaskammtarnir verði afhentir til einstaklinga í lok október til prófunar.

Tengiliður: Helga Garðarsdóttir, helgag@icepharma.is, 8434319