Fara í efni
 

Melatónín frá NOW Foods

24.10.2022
Tilkynningar
Eins og fram kom í tilkynningu frá Lyfjastofnun þann 8. ágúst síðastliðinn, er melatónín í vægasta styrk (lægra en 1 mg/dag) ekki flokkað lengur sem lyf og því leyfilegt til sölu hér á landi, án lyfseðils. NOW Foods hefur um árabil selt og markaðssett Melatónín erlendis, í 1mg styrk og því gleður það okkur að geta nú boðið upp á þessa hágæða vöru hérlendis.

Smelltu hér til þess að versla NOW melatónín á vörutorgi Icepharma.

Hvað er melatónín?

Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Þannig er lítið af melatóníni í líkamanum að degi til en þegar myrkur færist yfir fer melatónínframleiðslan af stað og kallar fram syfju. Ýmislegt getur valdið því að þessi hormónabúskapur líkamans fari úr skorðum og þá er stundum gripið til þess ráðs að bæta honum það með lyfjum sem eru eftirlíking hormónsins.

NOW Foods bætiefni

NOW er breið lína hágæða vítamína og fæðubótarefna, án allra óæskilegra aukefna svo sem litar,- bragð,- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna. NOW trúir því að náttúrulegar afurðir séu betri en verksmiðjuframleiddar til að styðja við góða heilsu og vellíðan. Þessar gæðakröfur aðgreina NOW frá öðrum vörumerkjum sem framleiða vítamin og fæðubótarefni, því fá vörumerki geta státað sig af jafn breiðu úrvali með jafn há gæði í hráefni og framleiðslu.

NOW leitast við að nota lífrænt hráefni. Ef lífrænt er ekki kostur þá gerir NOW miklar kröfur um að hráefnið sé eins náttúrulegt og hægt er.

Stefna NOW er að:

  • Framleiða gæða fæðubótarefni og vítamín
  • Framleiða virk fæðubótarefni og vítamín
  • Náttúrulegt er betra
  • Bjóða hagstætt verð
  • Gefa til baka til umhverfis og samfélags