Millitannaburstar frá Curaprox
CPS lítill millitannbursti
Þetta eru fínustu litlu burstarnir á markaðnum – til að koma í veg fyrir skemmdir í hliðartönnum, tannholdsbólgu og tannvegsbólgu á sérlega auðveldan og áhrifaríkan hátt. Gæði CPS millitannburstanna eru slík að ein stroka dugar til hreinsunar: einu sinni inn og út. Búið.
CPS hefðbundinn millitannbursti
CPS hefðbundnir millitannburstar eru heppilegastir sem aukavörn á opnum millitannsvæðum: fyrir fyllingar, krónur, brýr og þráláta tannsýkla.
CPS hefðbundinn millitannbursti
CPS hefðbundnir millitannburstar eru heppilegastir sem aukavörn á opnum millitannsvæðum: fyrir fyllingar, krónur, brýr og þráláta tannsýkla.
CPS vasa sett
Þetta aðlaðandi og hagnýta sett, sem nota má bæði á ferðalagi og heima fyrir, inniheldur einn UHS 450 haldara með plasthandfangi og fjóra CPS litla millitannbursta (06, 07, 09, 011). Endurnýja má hvern bursta fyrir sig.
Millitannburstar frá CURAPROX
Til þess að hreinsa vel og vandlega milli tannanna þarf að notast við rétta millitannbursta sem hreinsa allt svæðið.
Auðvelt: Inn. Út. Búið
Þéttir, áhrifaríkir og þægilegir: CURAPROX millitannburstar hreinsa allt mikilvæga millitannsvæðið vel og án óþæginda: tannholdslínuna, ávalar brúnirnar og snertifleti tannanna. Hægt er að eiga við allra smæstu millitannsvæði án hættu á áverkum þökk sé CURAL®, sem er næfurþunnur og þrælsterkur skurðlækningaþráður sem gerir það að verkum að ein hreyfing dugar: einu sinni inn og út. Búið.
Fæst í 5 stærðum
CPS litlir millitannburstar eru fáanlegir í fimm stærðum. Spurðu tannlækninn þinn um rétta stærð fyrir þig.
Notkun
Best er að tannlæknir finni rétta stærð af bursta. Síðan notarðu burstann fyrir eða eftir tannburstun á kvöldin – einu sinni inn í bilið milli tannanna og út aftur. Búið.
Bara einu sinni inn og út – það er allt sem þarf.
Þéttleiki - það ræður úrslitum
Mælingar eru mikilvægar og grunnurinn að árangri: Millitannbursti mun aðeins ná að hreinsa íhvolft yfirborðið, grópina milli tannanna og vandræðasvæðið neðan við snertiflötinn allt á sama tíma ef hann fyllir rétt út í millitannsvæðið.