Fara í efni
 

Nýtt útlit - sama næringarinnihald

20.02.2024
Tilkynningar
Nutridrink næringardrykkirnir hafa fengið nýtt og endurbætt útlit með það að markmiði að auðvelda notendum að finna þá drykki sem henta þeim út frá bæði bragðtegund og eiginleikum.

Nutridrink næringardrykkirnir hafa fengið nýtt og endurbætt útlit með það að markmiði að auðvelda notendum að finna þá drykki sem henta þeim út frá bæði bragðtegund og eiginleikum.

Nutridrink flöskurnar munu sem áður vera auðþekkjanlegar á fjólubláa lokinu og einkennandi lögun þeirra.

Með nýju útliti er heiti hvers drykks skýrara auk þess sem mikilvægar upplýsingar um næringarinnihald er sýnilegra. Bragðtegund drykkjarins kemur fram á framhlið hvers pakka og drykkjar sem ber svo einnig einkennandi lit til auðkenningar. Drykkirnir skiptast sem áður í ákveðna flokka; próteinríka, trefjaríka, hefðbundna, djús og vegan drykki. Hver flokkur ber nú auðkennandi lit og tákn til aðgreiningar:

Próteinríkir drykkir bera fjólubláan lit á umbúðum og sameindartákn.

Trefjaríkir drykkir bera appelsínugulan lit á umbúðum og korntákn.

Hefðbundnir drykkir bera bláan lit á umbúðum og bylgjað tákn.

Djúsdrykkir bera gulan lit á umbúðum og djús tákn.

Vegan drykkir bera grænan lit á umbúðum og lauf tákn.

 

Skoða vörur á vörutorgi