Nýjar vörur frá Muna
Hvernig notum við tahini?
Þegar við opnum krukkuna er stundum smá olía efst. Þetta er náttúruleg olía úr sesam-fræjum. Henni er vanalegast hrært saman við tahiníið fyrir notkun. Sumir kjósa að hella olíunni af, þetta er smekksatriði. Hægt er að nota tahíníið beint úr krukkunni, hér koma nokkrir möguleikar:
-Ofan á brauð í staðin fyrir smjör eða hnetusmjör.
-Setja það í blandara með vatni og við erum komin með sesammjólk (eða aðeins minna vatn og þá erum við með tahini mayonese).
-Nota í pottrétti í staðin fyrir kókosmjólk til að mýkja & þykkja.
-Í salatdressingar og ídýfur.
-Í hummus og aðrar bauna og grænmetissmyrjur.
Muna hummus að hætti Lindu Ben
Jalapenó hummus
300 gr soðnar kjúklingabaunir
1 msk Tahini frá Muna
3 msk ólífu olía frá Muna
1 msk hunang
½ tsk salt
Safi úr sítrónu
1 msk jalapenó í krukku
1-2 msk safi af jalapenó (hægt að skipta út fyrir vatn ef þið viljið ekki of sterkt)
Vatn eftir þörfum.
Aðferð: Setjið öll innihaldsefnin ofan í blandara og blandið saman, bætið við vatni eftir hversu mikið ykkur finnst þurfa, ef hummusinn er mjög þykkur er gott að setja meira vatn í hann til að þynna.
Sjá fleiri uppskriftir hér: Hummus hátíð Lindu Ben | H Magasín | Heilsa & heilsusamlegur lífstíll (hmagasin.is)