Oxymask súrefnismaski
Byltingarkennd nýjung hér á landi frá kanadíska framleiðandanum Southmedic. Southmedic er fyrirtæki sem stofnað var árið 1983 af hjúkrunarfræðingnum Lee Mcdonald. Fyrirtækið kom með Oxymask inn á alþjóðlegan markað árið 2007.
Oxymask er opinn súrefnismaski þannig að andrúmsloft og raki í umhverfinu blandast við súrefnisgjöf. Hönnun flæðikerfisins eykur virkni og súrefnisupptöku en lögun pinna inní grímunni dreifir súrefnisgjöf í átt að bæði munni og nefi.
Einungis þarf eina grímu til að tryggja rétta súrefnisupptöku en Oxymask súrefnismaskinn hentar vel fyrir súrefnisgjöf allt frá 1 og upp í 15+ lítra per mínútu. Slíkt eykur öryggi í meðferðarvinnu og skapar um leið markvissa meðferðheldni. Þar sem súrefnismaskinn er mjög notendavænn og þægilegur. Hönnun flæðikerfis eykur virkni og súrefnisupptöku. Ásamt því sem andrúmsloft og raki í umhverfinu blandast við súrefnisgjöf.
Oxymask er til ýmsum stærðum og útfærslum og er án plastefna og DEHP.