Rebotec – Þýsk gæði í hjálpartækjum
10.09.2025
Tilkynningar
Icepharma hóf nýlega samstarf við þýska fyrirtækið Rebotec. Rebotec hefur framleitt hjálpartæki fyrir fólk með hreyfihömlun í rúm 30 ár. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar í Þýskalandi og þekktar fyrir traust, öryggi og notendavæna hönnun.
Í vörulínunni má finna sérhannaða sturtustóla, hjólastóla, göngutæki, sjúklingalyftara, snyrtistóla og sérhannaðan WC-stól sem styður við sjálfstæði notenda. Allar vörur bera CE-vottun og endurspegla gæðamerkið „Made in Germany".
Með REBOTEC fær fólk áreiðanleg hjálpartæki sem auðvelda daglegt líf – hvort sem er á heimili, hjúkrunarheimili eða sjúkrahúsi.
Hér má lesa meira um Rebotec og sjá vöruúrvalið.