Fara í efni
 

SPORT ÞRÝSTINGSSOKKARNIR FRÁ JOBST

12.07.2021
Tilkynningar

Kannast þú við að finna fyrir óþægindum og þrýstingi niður í fætur þegar þú byrjar að hlaupa sem endar jafnvel með beinhimnubólgu. Þú ákveður því að taka pásu, byrjar svo aftur en endar alltaf með sama vandamálið. Viljinn er sannarlega til staðar en óþægindin og jafnvel sársaukinn á meðan eða eftir hlaupin stoppa þig af og þú hreinlega kemst ekki lengra þó hausinn og lungun eru fullfær um það.

Það eru margir sem glíma við þessi vandamál og í sumum tilvikum er lausnin í raun auðveld. Þrýstingssokkar með réttum stuðningi geta hjálpað til og jafnvel komið í veg fyrir þessi óþægindi og verki Þú kemst lengra og nærð fyrr settum markmiðum hvort sem það er að hlaupa lengra eða hraðar.

Sport þrýstingssokkarnir frá Jobst eru sérhannaðir fyrir fólk sem á við þessa kvilla að stríða. Þýstingssokkar eru frábær lausn fyrir þig til að koma í veg fyrir eymsli og jafnvel meiðsli. Þeir koma í veg fyrir bólguþjöppun og krampa og auka blóðflæði um fótlegginn.

 En hvernig virka þrýstingsokkarnir?

Þrýstingssokkar auka blóðflæði í fótleggjum og draga þannig úr bólgum með því að gefa stigvaxandi þrýsting upp fótlegginn. Þessi þrýstingur hjálpar til við að ýta blóðinu aftur upp frá fótunum og minnkar þannig bólgur og verki.

Eru allir þrýstingssokkar hentugir til íþróttaiðkunar?

Þegar leitað er eftir þrýstingssokkum til íþróttaiðkunar er mikilvægt að velja vel. Þrýstingssokkar fyrir íþróttaiðkun eru ekki sömu þrýstingssokkarnir og amma gamla notar í þeim tilgangi að losna við bjúg í fótum.

Hvaða lykilatriði þarf að hafa í huga þegar kemur að þrýstingssokkum fyrir íþróttaiðkun?

  • Veldu þrýstingssokka sem eru með svokölluðum læknisfræðilegum þrýstingi. Þá getur þú verið örugg/-ur að þrýstingurinn sé réttur og hjálpi til við að auka blóðflæðið í stað þess að hindra það.
  • Veldu þrýstingssokka sem eru hannaðir fyrir íþróttaiðkun.
  • Veldu þrýstingssokka sem anda vel. Þú eykur hættuna á hælsæri eða öðrum sárum á fótum ef fætur eru rakir eða blautir.
  • Veldu þrýstingssokka sem eru með auknum stuðningi undir hæl og il, það dregur úr þreytu.
  • Veldu þrýstingssokka með flötum saum hjá tám til að auka þægindi.

Nánari upplýsingar um vörurnar má finna hér: https://vorutorg.icepharma.is/is/heilbrigdisvorur/thrystingsmedferd/thrystings-sokkar

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við
Helgu Dagný Sigurjónsdóttir - helga.dagny@icepharma.is
Sími 520 4329