Fara í efni

Swash® vatnslaus þvottur

23.05.2023
Tilkynningar
Swash framleiðir vörur fyrir vatnslausan þvott fyrir einstaklinga og eru þeir eina fyrirtækið í Evrópu sem er með þvottaklúta, þvottahanska, neðanþvottaklúta og hárþvottahettur sem eru vottaðar sem lækningatæki (Medical device).

Icepharma hefur fengið til liðs við sig fyrirtækið Arion group sem framleiðir og selur Swash þvottaklúta, þvottahanska, neðanþvottaklúta og hárþvottahettur.

Swash framleiðir vörur fyrir vatnslausan þvott fyrir einstaklinga og eru þeir eina fyrirtækið í Evrópu sem er með þvottaklúta, þvottahanska, neðanþvottaklúta og hárþvottahettur sem eru vottaðar sem lækningatæki (Medical device).

                                                                                                                    

Swash® vörurnar eru hannaðar af umönnunaraðila (hjúkrunarfræðingi), fyrir umönnunaraðila.

Með því að nota Swash® er hægt að nýta sér staðlaða aðferð við þvott með einungis 8 klútum eða hönskum fyrir allan líkamann og byggir á persónulegum þörfum hvers skjólstæðings fyrir sig.

Swash® lágmarkar áhættu á krossmengun þar sem einn pakki inniheldur 8 klúta/hanska og er 1 pakkning notuð í hvert skipti sem þvottur fer fram.

Swash® vörurnar innihalda pH- hlutlaust húðkrem sem hentar vel fyrir viðkvæma húð og inniheldur Jojoba olíur sem hafa mýkjandi áhrif á húðina. Hægt er að fá allar vörurnar með eða án ilmefna.

Eftir þvott með Swash® gefst aukinn tími fyrir aðra umönnun, spjall eða jafnvel auka kaffibolla með skjólstæðingum sem ekki gafst áður tími til.

Með notkun Swash® er minna líkamlegt og andlegt álag bæði fyrir umönnunaraðila og skjólstæðinga.

Með Swash® er fyrirsjáanlegur og auðreiknaður kostnaður fyrir hvern líkamsþvott.

Hægt er að panta vöruna hér

Nánari upplýsingar veitir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir - stefaniaf@icepharma.is