Fara í efni
 

Þekkir þú einkenni vannæringar?

03.05.2021
Tilkynningar

Þekkir þú einkenni vannæringar?

Með hækkandi aldri er algengt að matarlyst minnki. Hafa þarf í huga að á meðan þörf fyrir vítamín og steinefni haldast nær óbreytt, eykst próteinþörfin. Því er mikilvægt að öll næringarefni séu til staðar í máltíðum þrátt fyrir að matarskammtarnir sjálfir minnki.

Það er alvarlegt hversu algeng vannæring er á meðal aldraðra en allt að annar hver veikur eða hrumur eldri einstaklingur er vannærður samkvæmt rannsóknum hér á landi. Afleiðingar vannæringar geta verið margvíslegar og haft verulegar afleðingar. Vannærðir einstaklingar liggja t.a.m. lengur inni á sjúkrahúsum og koma oftar í endurkomu. Líkur á sýkingum og auknum veikindum eru hærri, bataferli hægara og almenn andleg og líkamleg færni er lakari en allt veldur þetta skerðingu á lífsgæðum.

Einkenni vannæringar geta verið margvísleg, sum þeirra eru vel merkjanleg á meðan að önnur eru minna áberandi. Einkenni geta sem dæmi verið minnkuð matarlyst, þyngdartap, föt orðið lausari, vöðvarýrnun, hringir lausari á fingrum og minnkuð orka og einbeiting.

Innan heilbrigðisstofnana ætti alltaf að skima markvisst fyrir vannæringu hjá öllum einstaklingum 67 ára og eldri og má minna á matstæki til greiningar fyrir vannæringu sem finna má inni í Sögukerfinu. Einstaklingar sem glíma við lystarleysi og eru að léttast er ráðlagt að skima allt að einu sinni í viku til þess að fylgjast með þyngdartapi.

Mikilvægt er að grípa inn í sem allra fyrst ef einstaklingur sýnir einkenni vannæringar. Gott er að hafa í huga að eldra fólk sem er í eða yfir kjörþyngd getur einnig verið vannært.

Hvað mataræði hentar öldruðum best?
Heilsusamlegt mataræði er besti kosturinn fyrir eldra fólk. Máltíðir sem samanstanda af feitum og mögrum fiski, mjólkurvörum, kjöti, olíum, grænmeti, ávöxtum og heilkornavörum eru ákjósanlegur kostur. Ekki ætti að útiloka neinn fæðuflokk nema ástæða sé fyrir því. Gullna reglan er að matur og drykkur veiti næga orku og prótein. Prótein er mikilvægt til þess að viðhalda vöðvamassa, hefur jákvæð áhrif á sáragróanda og ónæmiskerfið. Mikilvægt er að allar máltíðir innihaldi prótein, þar með talið millimál. Næringardrykkir geta því verið góður kostur sem millimál.

Allir þeir sem eru hrumir og veikir eiga að fá prótein og orkuþétt fæði og einnig þarf að huga vel að vökvainntöku. Hætta á vannæringu eykst með aldrinum og er því mikilvægt að fylgjast með næringarástandi og bregðast við ef aðstæður breytast.

En hvað er orku og próteinþétt fæði ?
Orku og próteinþétt fæði er þegar hver munnbiti af mat gefur ríflegt magn af orku, próteinum og öðrum næringarefnum. Má þar nefna að næringarútreikningar hafa sýnt að súpur og brauðmáltíðir eru ekki fullnægjandi sem aðalmáltið þegar horft er til prótein- og orkuþarfar fyrir daginn.

Afhverju næringardrykkir ?

Næringardrykkir innihalda mikið magn af orku og próteinum, auk þess að innihalda lífsnauðsynleg næringarefni eins og vítamín og steinefni. Næringardrykki er hægt að nota sem viðbót við hefðbundið mataræði, henta vel þegar matarlyst er lítil, og geta aukið prótein og orkuinntökuna til muna.
Nutridrink næringardrykkirnir eru læknisfræðileg næring og liggja fjölmargar rannsóknir á bakvið þróun þeirra til þess að staðfesta gagnsemi drykkjanna hjá einstaklingum í baráttu við vannæringu og þyngdartap. Hægt er að fá drykkina hefðbundna, próteinríka og með eða án trefja. Sérstök áhersla er lögð á að drykkirnir séu bragðgóðir og fjölbreytt úrval bragðtegunda sé til staðar.

Nutridrink 2.0kcal er nýr næringardrykkur á markaði. Hann er 200ml næringardrykkur sem inniheldur fleiri hitaeiningar en hefðbundinn drykkur af sömu stærð. Drykkurinn inniheldur aukið magn af D-vítamíni, eða 10µg. Ráðlagður dagsskammtur af D-vítamíni fyrir eldra fólk er 20µg og er þörfinni því mætt með aðeins tveimur drykkjum. Þessir næringardrykkir henta vel fyrir einstaklinga sem eru með aukna orkuþörf. Hægt er að fá allar fjórar bragðtegundirnar í einum og sama pakkanum til þess að auðvelda valið á hvaða bragðtegundir henta best.

Nutridrink Compact næringardrykkirnir eru afar orkuþéttir næringardrykkir. Þeir innihalda minna magn (125ml) en um leið jafnmikla orku og hefðbundinn næringardrykkur. Þess vegna hentar hann vel ef matarlyst er lítil og eykur líkur á að einstaklingur geti klárað allan drykkinn sem er mikilvægur hluti af næringarmeðferð. Drykkinn er einnig hægt að fá próteinbættan.

Nutridink Compact Prótein er góður kostur fyrir þá sem glíma við erfið veikindi þar sem próteinþörf eykst umtalsvert við þær aðstæður. Það sama á við þegar sár eru að gróa eða ef orkuinntaka er lítil. Nutridrink Compact næringardrykkirnir eru nú fáanlegir með mismunandi bragðtegundum í einum pakka sem eykur fjölbreytni og einfaldar valið á þínum uppáhalds drykkjum.

Aðrar vörur sem einnig geta verið góður kostur þegar einstaklingar þurfa á einhverskonar orku og próteinbætingu að halda eru Nutrison næringarduft og Calogen.

Nutrison næringarduft, er bragðlaust næringarduft sem má blanda út í matvæli eins og súpur, sósur, grauta og drykki til orku- og próteinbætingar. Nutrison næringarduft telst vera fullgild næring og getur því verið góð viðbót við almennt fæði eða notuð ein og sér.

Calogen er orkurík jurtaolía sem gefur mikla orku í litlu magni. Calogen er notað sem viðbótarorka þegar erfitt reynist að uppfylla orkuþörf einungis frá mat. Calogen má blanda við mat og drykk og er því hægt að orkubæta máltíðir á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Einnig er hægt að taka það sem staup/skot og þá er magnið mjög lítið sem þarf að innbyrgða hverju sinni.

Nutridrink næringardrykkir ásamt öðrum næringarvörum frá Nutricia fást í flestum apótekum.

Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum geta einstaklingar sótt um niðurgreiðslu á næringardrykkjum frá Sjúkratryggingum Íslands, sem gert er í samráði við lækni eða næringarfræðing.

Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við þyngdartap eða lystarleysi er mikilvægt að grípa inní strax og og getur verið gagnlegt að fá aðstoð heilbrigiðsstarfsmanns.

Heimildir: Útgefið efni af Embætti landlæknis; Ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk – ætlað fagfólki og öðrum umönnunaraðilum; útg. 2018.

Nánari upplýsingar um vörurnar má finna hér

https://vorutorg.icepharma.is/is/vorumerkin-okkar/nutricia?page=1

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við
Hörpu Hrund Hinriksdóttir
harpa.hrund@icepharma.is
sími 520 4311

Nönnu Bryndísi Snorradóttir
nanna.bryndis@icepharma.is
sími 520 4310