Fara í efni
 

VIÐHALTU GÓÐRI TANNHEILSU MEÐ ÞESSUM EINFÖLDU RÁÐUM

12.03.2021
Tilkynningar

Hluti af því að viðhalda góðri almennri heilsu er að huga vel að tannheilsunni. Þótt ótrúlegt megi virðast þá getur slæmt viðhald tannana og gómsins haft slæm áhrif á allan líkama okkar. Þannig geta bakteríur sem hvíla í munninum komist í gegnum bólgið tannholdið inn í blóðrásina og þaðan borist til ólíkra líffæra líkamans og haft skaðleg áhrif á hjarta – og æðakerfi, lungun, heilann og ónæmiskerfið í heild sinni. Góð tannheilsa er því grunnþáttur heilsu okkar.

Þegar kemur að tönnunum og gómnum er mikilvægt að koma upp daglegri rútínu með það að leiðarljósi að skapa hollar og góðar venjur sem hjálpa okkur að viðhalda, eins og áður segir, góðri tannheilsu. Í því felst að sjálfsögðu að tannbursta, nota tannþráð og velja réttu vörurnar sem hjálpa okkur að verja tennurnar á sama tíma og þær vernda tannholdið.

HVAÐA VENJUR ÆTTUM VIÐ AÐ TILEINKA OKKUR?

Hér að neðan má sjá lista yfir nokkrar góðar venjur sem við ættum öll að tileinka okkur, tannheilsu okkar til handa.

Ekki fara í háttinn án þess að bursta tennurnar

Flest okkar hafa tileinkað sér að bursta tennurnar fyrir háttinn en það er án efa eitt allra mikilvægasta skrefið í átt að bættri tannheilsu. Það að bursta á kvöldin sér til þess að við losum okkur við sýkla og skán sem safnast hefur yfir daginn í tanngarðinum.

Burstaðu vel og vandlega

Það hvernig við burstum tennurnar er jafn mikilvægt og að bursta þær. Margir sérfræðingar telja jafnvel verra að bursta tennurnar illa eins og að sleppa því að bursta. Taktu þér tíma og hreyfðu tannburstann með mildum og mjúkum hreyfingum yfir tennurnar, með hringlaga hreyfingu.

Ekki gleyma tungunni

Sýklar og bakteríur leynast svo sannarlega ekki einungis milli tannanna heldur einnig á tungunni. Það er því mikilvægt að bursta mjúklega yfir tunguna líka til þess að koma í veg fyrir hættu á sýklum og bakteríum, andremmu og þar fram eftir götunum.

Notaðu tannkrem með réttu innihaldsefnunum

Innihaldsefni tannkrema er kannski ekki alltaf það sem við skoðum þegar við veljum tannkrem heldur festum við okkur frekar í þeim loforðum sem standa á tannkremstúpunni, samanber loforð um tannhvíttun, 24 klst vörn og svo framvegis. Það er hins vegar mikilvægast af öllu að tannkremið innihalda nauðsynleg efni sem hjálpa þér að vernda tennurnar fyrir óæskilegum sýklum. Má þar nefna flúor fyrir tennurnar og önnur efni sem verja og styðja við tannholdið.

Skoða tannkrem frá Curaprox sem tannlæknar mæla með.

Notaðu tannþráð

Mörg okkar gerast sek um það að nota tannþráðinn alltof sjaldan. Staðreynd málsins er hins vegar sú að með tannþræðinum náum við til svæðanna á milli tannanna sem tannburstinn allra jafna nær ekki til. Þannig hjálpar tannþráðurinn að losa um matarleifar milli tannana og dregur úr sýklum og skán í tanngarðinum sem og styður við tannholdið og dregur úr bólgum.

Skoða tannþræði og minni tannbursta frá Curaprox sem tannlæknar mæla með.

Drekktu vel af vatni yfir daginn

Vatnið er nú sem áður fyrr allra besti drykkurinn þegar kemur að heilsu okkar almennt og þar er tannheilsan hvergi undanskilin. Vatnið hjálpar okkur að hreinsa muninn eftir máltíðir og skola burtu leifar af mat sem festist auðveldlega við tennurnar sem og mat sem inniheldur mikla sýru sem er skaðleg fyrir tennurnar.

Borðaðu stökka ávexti og grænmeti

Stökkir og safaríkir ávextir og grænmeti eru frábær valkostur þegar kemur að tannheilsunni okkar. Stökkir ávextir og grænmeti innihalda allra jafna mikið vatn sem þynnir út ávaxtasykurinn en auk þess, þegar við bítum í slíka fæðu, skrapast fæðan af tönnunum okkar og skolast í burtu, þökk sé háu vatnsinnihaldi þess. Þá hvetja ávextir og grænmeti allra jafna til aukinnar framleiðslu á munnvatni sem einnig hjálpar okkur að hreinsa munninn og vernda hann fyrir óæskilegri sýrumyndun.

Dragðu úr sykurneyslu og neyslu matar með hátt sýrustig

Sykurinn er án efa ein mesta ógnin við tannheilsu okkar þar sem hann veldur sýrumyndandi viðbrögðum í munninum sem ræðst á glerunginn sem aftur getur leitt til tannskemda. Sömuleiðis getur kaffi, te og ávaxtasafar hverskonar valdið svipuðum áhrifum en þó ekki í sama mæli. Þó svo að þú þurfir ekki að forðast alfarið sykur og áður nefnda drykki er gott að hafa þessi áhrif í huga og þá jafnvel draga úr neyslunni, sér í lagi ef þú ert með viðkvæmari tennur en gengur og gerist. Þá getur verið gott ráð að nota tannþráð og tannbursta strax eftir að hafa neytt sælgætis og annarra sykurríkra matvæla.

Farðu reglulega til tannlæknis

Venjurnar hér að ofan eru svo sannarlega mikilvægar tannheilsu þinni en sama hversu vel þú hugsar um tennurnar þá er alltaf mikilvægt að heimsækja tannlækninn þinn reglulega, a.m.k. tvisvar sinnum á ári. Tannlæknirinn þinn getur þannig litið yfir tanngarðinn og komið auga á skemmdir eða, það sem mikilvægara er, komið auga á ferli sem mögulega endar í skemmd. Þar að auki er alltaf gott að láta hreinsa tannsteininn, fara yfir fyllingar og annað þess háttar.

CURAPROX TANNVÖRUR

Tannvörurnar frá Curaprox hafa verið í þróun í hjartnær 50 ár og eru viðurkenndar af tannlæknum og tannfræðingum um heim allan. Curaprox hefur á undanförnum árum og áratugum þjálfað tannlækna, aðstoðarfólk tannlækna sem og tannfræðinga með það að leiðarljósi að sú þekking skili sér til endanlegra skjólstæðinga og hjálpi þeim enn frekar að byggja upp og viðhalda góðri tannheilsu.

Curaprox er leiðandi á tannvörumarkaði en vörurnar þeirra njóta mikilla vinsælda út um allan heim. Sem dæmi má nefna tannhvíttunar tannkremin Black is White og White is Black en þau byggja á háþróaðri blöndu sem fjarlægir bletti af tönnunum, hreinsar yfirborð tannanna og lýsir þær, þó án þess að sverfa glerunginn.

Þá framleiðir Curaprox einnig önnur tannkrem, tannbursta, tannþræði og aðrar tannvörur í algjörum sérflokki. Þannig skapar fyrirtækið sér einstakan sess á markaði með háþróuðum tannvörum sem tryggja hámarks árangur við notkun, tannheilsu þinni til bóta.

Hér getur þú skoðað Curaprox vörurnar sem eru fáanlegar í Apótekum, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Fjarðarkaup.

Þessi grein byggir á áður útgefnu efni af vef Healthline og er kostuð af Curaprox á Íslandi.