Fara í efni

Vörutorg Icepharma formlega tekið í notkun

01.10.2020
Tilkynningar

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með um hundrað ára sögu. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Fyrr á þessu ári hófst vinna við að koma hluta af okkar vöruframboði á netið, með það að markmiði að gefa starfsfólki stofnana og fyrirtækja kost á því að afla sér upplýsinga um vörur Icepharma sem og panta vörur með rafrænum hætti.

Okkur er sönn ánægja að tilkynna hér með að þeirri vinnu er nú lokið og nýtt vörutorg Icepharma hefur formlega verið tekið til notkunar.

Helstu kostir vörutorgs fyrir viðskiptavini Icepharma:

  • Viðskiptavinir geta séð vöruframboð Icepharma og pantað vörur á sínum samningsverðum með rafrænum hætti.
  • Á vörutorginu er hægt að skoða fjölbreitt vöruframboð Icepharma, framkvæma leit og sjá ítarlegar upplýsingar um vörur og framleiðendur.
  • Notendur hafa aðgang að yfirliti yfir fyrri pantanir og kaupsögu. Þeir geta sömuleiðis nýtt sér svokölluð flýtikaup sem gera þeim kleift að panta sömu vörurnar endurtekið með afar skjótum og einföldum hætti.
  • Vörutorg Icepharma er beintengt við Parlogis sem sér um tiltekt og afhendingu á vörum til viðskiptavina Icepharma. Pantanir berast með rafrænum hætti, milliliðalaust, sem gerir notendum kleift að ljúka við pöntun á einfaldan, hraðan og þægilegan hátt.

Starfsfólk Icepharma býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu varðandi lyf, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu, íþróttir, hreyfingu og heilsueflandi neytendavörur. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Með nýju vörutorgi skilar þessi reynsla og þekking sér til viðskiptavina með einföldum og rafrænum hætti.

Við hvetjum alla til þess að heimsækja vorutorg.icepharma.is og skoða þar vöruframboð Icepharma. Ef þú starfar fyrir fyrirtæki eða stofnun sem er í viðskiptum við Icepharma, eða hefur áhuga á því að koma í viðskipti við Icepharma, þá hvetjum við þig eindregið til þess að sækja um aðgang. Hægt er að sækja um aðgang með því að fylla út umsókn sem má nálgast hér.