Fara í efni
 

SERESTO VET.HÁLSBAND F.HUNDA >8kg

183825 Vörunr. framleiðanda: 183825
Framleiðandi: Elanco AH
Eiginleikar:
Eiginleikar Sníklalyf
Hundar (> 8 kg).


Til að meðhöndla við flóarsmiti og til að fyrirbyggja flóarsmit (Ctenocephalides felis, C. canis) í
7-8 mánuði.
Verndar nánasta umhverfi dýrsins gegn þroskun flóarlirfa í 8 mánuði.
Seresto vet. má nota sem hluta af meðferðaráætlun sem ætlað er að hafa hemil á ofnæmishúðbólgu af
völdum flóar.
Hálsbandið hefur langvarandi deyðandi áhrif á blóðsjúgandi mítla (Ixodes ricinus, Rhipicephalus
sanguineus, Dermacentor reticulatus) og fælingaráhrif (kemur í veg fyrir að mítlarnir sjúgi blóð) gegn
sýkingum af völdum mítla (Ixodes ricinus, Rhipicephalus sanguineus) í 8 mánuði.
Það er virkt gegn lirfum, gyðlum og fullorðnum mítlum.
Hugsanlegt er að mítlar sem eru á hundinum áður en meðferð hefst drepist ekki innan 48 klst. eftir að
hálsbandið er sett á, heldur séu áfram á dýrinu og sýnilegir. Því er mælt með því að fjarlægja mítla
sem eru á hundinum þegar hálsbandið er sett á. Vörn gegn smitun nýrra mítla næst innan tveggja daga
eftir að hálsbandið er sett á.
Lyfið veitir óbeina vörn gegn smiti með sjúkdómsvöldunum Babesia canis vogeli og Ehrlichia canis
frá hýsilmítlinum Rhipicephalus sanguineus og dregur þannig úr hættu á sýkingum af völdum þeirra
(babesiosis og ehrlichiosis) hjá hundum í 7 mánuði.
Til að draga úr hættu á sýkingu af völdum Leishmania infantum, sem berst með sandflugum, í allt að
8 mánuði.
Til að meðhöndla bitlúsasmit og naglúsasmit (Trichodectes canis).

Leit að framleiðanda eða vöruheiti