Fara í efni
 

FLUNIXIN STL 50 MG/ML 50 ML 1 HGL

159973
Framleiðandi: Norbrook
Eiginleikar:
Eiginleikar Stoðkerfi – Bólgueyðandi lyf og Gigtarlyf
Dýrategund Hross, Nautgripir, Svín

Hjá hestum er dýralyfið ætlað til að draga úr bólgu og verk í tengslum við kvilla í vöðvum og stoðkerfi og til að draga úr kviðarholsverkjum í tengslum við hrossasótt ; ennfremur til meðhöndlunar blóðeitrunar eða blóðsýkingarlosts í tengslum við meltingarfærasnúning og annarra tilvika þar sem blóðflæði til meltingarvegar er skert.

Hjá nautgripum er dýralyfið ætlað til meðhöndlunar bráðrar bólgu í tengslum við öndunarfærasjúkdóma. Einnig má nota það sem viðbótarmeðferð við meðhöndlun bráðrar júgurbólgu.

Hjá svínum er dýralyfið ætlað til notkunar sem viðbótarmeðferðar við meðhöndlun öndunarfærasjúkdóma.

Leit að framleiðanda eða vöruheiti