Apótek / Pharmarctica
APÓTEK vörurnar eru alhliða vörur sem framleiddar eru undir ströngustu gæðakröfum af íslenska lyfjafyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík.
APÓTEK lyfjalínan samanstendur af mixtúrum, lausnum og kremum sem framleidd eru eftir forskriftum lækna. Mikið af þessum lyfjum hafa verið þekkt á íslenska markaðnum í mörg ár.
APÓTEK snyrtivörulínan inniheldur allar þær vörur sem þú þarft til að viðhalda mýkt, raka og teygjanleika í húðinni þinni. Snyrtivörurnar eru hannaðar með viðkvæma húð í huga og því eru engin ilm- eða litarefni í þeim. Einnig er allri rotvörn haldið í lágmarki og er mikið af vörunum alveg án rotvarnar. Snyrtivörurnar eru því kærkomnar fyrir þá sem þola illa aukaefni.
Vörurnar eru unnar úr hágæða hráefnum sem eru vottuð og yfirfarin samkvæmt lyfja- og snyrtivörustöðlum.
Tengiliður
Sigríður Elfa Elídóttir
- Vörumerkjastjóri
- sigridur.elfa@icepharma.is
- GSM 659 3323