Varn (Icepharma DK)
Värn er vörulína af markvissum fæðubótarefnum með mjólkursýrugerlum sem hafa verið þróaðir með innsýn í þarfir fólks á öllum æviskeiðum. Vörurnar ná bæði til daglegrar notkunar og aðstæðna þar sem þörf er á sértækari stuðningi. Mjólkursýrugerlastofnarnir í hverri vöru eru valdir af kostgæfni með tilliti til einstaklingsins, því samsetning gerla í líkamanum er einstök og breytist stöðugt yfir ævina.
Í Värn vörulínunni er lögð sérstök áhersla á magn mjólkursýrugerla og fjölbreytni stofna, þar sem það eru lykilatriði við val á réttri vöru fyrir daglegt líf.