Fara í efni
 

Sáraumbúðir Purilon Rakagel 15 gr

64C3900 Vörunr. framleiðanda: 3900
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Stærð 15gr
Selt í stykkjatali

Purilon® Rakagel
Purilon® Rakagel hentar vel þegar hreinsa þarf sár varfærnislega en á áhrifaríkan hátt. Í gelinu eru náttúruleg innihaldsefni og engin rotvarnarefni.

Vörulýsing
Sambland af rakagefandi og rakadrægum eiginleikum (1) sem leysa upp dauðan vef og styðja við raka sárgræðslu (2).

Auðvelt í notkun.
Túban er eins og harmonika og fer vel í hendi og auðvelt er að sprauta gelinu með annari hendinni. Gelið má fjarlægja með því að skola.

Þéttleiki
Þéttleiki Purilon gelsins er mikill sem tryggir að gelið helst í sárinu en lekur ekki út. Minni líkur á soðnum sárabörmum.

Virkni
Purilon® gel leysir upp dauðan vef og dregur í sig uppleystan vef og afgangs vessa úr sárinu.

Innihaldslýsing
Purilon® gel er samsett úr dauðhreinsuðu vatni, natriumcarboxymethylcellulose (CMC) og þörungum (kalciumalginat). Purilon® er mjög millt efni sem inniheldur eingöngu nátturuleg efni og engin aukaefni.

Notkun
Purilon® gel er fyrst og fremst notað til að hreinsa á varfærnislegan hátt, sár með þurrum og dauðum vef þar sem líka er nýmyndaður (granulations) vefur. Það getur verið í fótasárum, þrýstingssárum, fótasárum sykursjúkra sem ekki eru sýkt og einnig má nota gelið á 1.- og 2.-stigs bruna. Gelið má nota allt sárgræðsluferlið til að halda röku sáraumhverfi. Með Purilon® geli þarf að nota festiumbúðir.

Óskir þú eftir frekari upplýsinga um vöruna er þér velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga okkar í síma 5204316 og /eða 5204326.



REFERENCER:

1. Thomas S et al. www.dressings.org/TechnicalPublications/PDF/Coloplast-Dressings-Testing-2003-2004.

2. Gottrup F et al. Cost effectiveness of hydrogel treatment in diabetic foot ulcers. EWMA 2002

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Leit að framleiðanda eða vöruheiti