Fara í efni
 

Þvagl. SpeediCath karla Tieman Ch14 40 cm

64C27494 Vörunr. framleiðanda: 27494
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Kyn Karlar/drengir
Eiginleikar SpeediCath
SpeediCath® þvagleggurinn er hin nýja kynslóð yfirborðsmeðhöndlaðra þvagleggja. Einstakt við SpeediCath þvaglegginn er sleipt og jafnt yfirborðið og að þvagleggurinn liggur í sæfðri saltvatnslausn tilbúinn til notkunar.

Vörulýsing
SpeediCath® þvagleggir tryggja hreina blöðrutæmingu. Auðvelt er að nota legginn sem dregur úr hættu á skaða á þvagrás þegar til lengri tíma er litið.

SpeediCath þvagleggurinn hefur verið á markaði í meira en 15 ár.

SpeediCath er tilbúinn til notkunar samstundis, án þess að þú þurfir að bleyta hann eða bíða þar til yfirborðið er virkt, það er auðvelt að opna hann og nota.

Hið jafna einsleita yfirborð tryggir örugga blöðrutæmingu í hvert sinn.

Röð rannsókna hefur sýnt, að það hversu notendavænn þvagleggurinn er og að hann þarfnast ekki undirbúnings, gerir hann gjarnan að fyrsta vali þvagleggjanotenda.

SpeediCath fæst í mismunandi lengdum og stærðum svo hann hentar bæði konum, körlum og börnum.

Allir þvagleggirnir í SpeediCath vörulínunni eru:
- sleipir, með jafnt yfirborð sem lágmarkar hættu á skaða í þvagrás
- yfirborðsmeðhöndlaðir og tilbúnir til notkunar
- handhægir og auðveldir í meðförum

Magn í pakka
30 stk.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um vöruna er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 5204316 eða 5204326.

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20052

Leit að framleiðanda eða vöruheiti