Fara í efni
 

Sáraumbúðir Biatain Silikon Ag 12.5X12.5 cm

64C39638 Vörunr. framleiðanda: 39638
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Eiginleikar Með sílikonkanti
Stærð 12,5x12,5cm
Eiginleikar Með sílikonkanti
Stærð 12,5x12,5cm
Biatain® Silicone Ag eru mjúkar og sveigjanlegar rakadrægar bakteríudrepandi svampumbúðir með húðvænum silikon límkanti. Biatain® Silicone Ag svampumbúðir innihalda silfurjónir sem losna jafnt og þétt út í sárið. Má nota á sár sem eru sýkt eða eru í hættu á að sýkjast, 5 stk. í pakka.

Vörulýsing
Yfirburða rakadrægni vegna einstakrar þrívíddaruppbyggingar (3D) svampsins.
Þegar Biatain® Silicone Ag umbúðirnar komast í snertingu við sáravessann laga þær sig að sárabeðnum og draga til sín raka þökk sé þrívíddar uppbyggingunni – líka undir þrýstingi (2,3). Þrívíddar svampurinn dregur til sín sáravessann staðbundið og lóðrétt, bindur hann og heldur sárinu röku, sem er mikilvægt fyrir sárgræðsluferlið. Það hvernig umbúðirnar leggjast að sárabeðnum minnkar holrými og lágmarkar samsöfnun á sáravessa, sem getur leitt til sýkingar (4).

Stöðug losun silfurs
Rannsóknir sýna að siflurkomplexinn hefur áhrif á bakteríur sem oft finnast í sýktum sárum sem ekki gróa, þar með talið MÓSA, VÓ-E, ESBL-framleiðandi bakteríur og pseudomonas (2,3). Siflurkomplexinn tryggir stöðuga losun silfurs allan þann tíma sem umbúðirnar eru á sárinu (í allt að 7 daga) (1).

Mýkt og sveigjanleiki
Silikon sárasnertilagið tryggir að umbúðir sitja vel á sama tíma og lítils sársauka verður vart þegar þær eru fjarlægðar. (1,2). Mjúkar og sveigjanlegar umbúðirnar gera, að auðvelt er að festa þær á erfið svæði og mjúkur púðinn er þægilegur - líka í tengslum við þrýstingsmeðferð (2).

Meðfæranleiki
3ja þrepa snertilaus ásetning Biatain® Silicone Ag tryggir auðvelda meðhöndlun umbúða og hreina ásetningu (non-touch).

Innihaldslýsing
Biatain® Silicone Ag eru mjúkar og sveigjanlegar polyurethan svampumbúðir sem innihalda jónaðan silfurkomplex sem dreifist jafnt um allan svampinn. Umbúðirnar eru með yfirborðsfilmu sem er gegndræp fyrir raka en vatns- og bakteríuheld og mjúkan silikon límkant.

Notkun
Biatain® Silicone Ag má nota á fjölda vessandi sára þar sem græðsluferlið er hægfara vegna bakteríubyrði eða á svæði þar sem hætta er á sýkingum, t.d. í fótasárum, þrýstingssárum, fótasárum af völdum sykursýki, annarrar gráðu bruna, donorsvæði, skurðsár og slysa sár (t.d. fleiður, afrifur og skurði). Henta vel undir þrýstingsmeðferð.

Ef þú þarfnast frekari upplýsinga um umbúðirnar, er þér velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga okkar í síma: 5204316 eða 5432616.




REFERENCER:

1. Burger C et al. Silver release profile and antibacterial effect of a new silver foam dressing with silicone adhesive. Præsenteret på EWMA 2015 (Abstract 492).

2. Ip M et al. Antimicrobial activities of silver dressings: Et in-vitro studie. Journal of Medical Microbiology 2006;(55):59-63.

3. Basterzi et al. In-vitro comparison of antimicrobial efficacy of various wound dressing materials. Wounds 2010; July.

4. Cutting K et al. Topical silver-impregnated dressings and the importance of the dressing technology. International Wound Journal 2009; 6:396-402.


Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20052

Leit að framleiðanda eða vöruheiti