Fara í efni
 

Sáraumbúðir Biatain Soft Hold svampumb.15X15 cm

64C3475 Vörunr. framleiðanda: 3475
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Eiginleikar Sílikon viðloðun
Stærð 15x15cm
Biatain® Soft-Hold


Biatain® Soft-Hold eru mjúkar mótanlegar svampumbúðir með léttri viðloðun sem þekur minna en 50% af hliðinni sem leggast að sárinu. (1). Þessi viðloðun fer vel með húðina og og hjálpar til við ásetningu umbúðanna.

Vörulýsing
Einstök þrívíddar (3D) uppbygging svampsins veitir ákjósanlegt ísog.
Þegar umbúðirnar komast í snertingu við sáravessann laga þær sig að sárabeðnum þökk sé þrívíddar uppbyggingu Biatain®. Uppbyggingin gerir það líka að verkum að vessinn helst í svampnum – líka undir þrýstingi (2-4).

Lítil hætta á leka og soðnum sárabörmum.
Einstakir hæfileikar til að draga til sín og halda í sér vessa, Biatain® Soft-Hold minnkar verulega áhættuna á soðnum sárabörmum og leka.

Skiptitíðni
Þökk sé einstökum hæfileikum Biatains® til að draga í sig og halda í sér sáravessa geta umbúðirnar setið lengi á sárinu (2-4).

Mjúkar og sveigjanlegar umbúðir
Biatain® Soft-Hold eru mjúkar og sveigjanlegar umbúðir sem þægilegt er að vera með. (1).


Virkni
Einstök þrívíddar uppbygging umbúðana gerir það að verkum að sáravessinn ísogast hratt og lóðrétt upp og helst í umbúðunum. Þannig næst ákjósanlegt umhverfi í rakri sáragræðslu.

Innihaldslýsing
Biatain® Soft-Hold eru mjúkar sveigjanlegar polyurethan svampumbúðir með hálf gegndræpri bakteríu og vatnsheldri yfirborðsfilmu ásamt því að vera með sílikonviðloðun.

Notkun
Biatain® Soft-Hold er hentugt á ýmsar gerðir vessandi sára s.s. fótasár, þrýstingssár, 2.gráðu bruna, skurðsár og fleiður. Biatain® Soft-Hold henta vel í tengslum við þrýstingsmeðferð. Ekki er mælt með að nota Biatain® Soft-Hold á donorsvæði.

Magn í pakka
5 stk.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um vöruna er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 5204316 eða 5204326.

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20051

Leit að framleiðanda eða vöruheiti