Fara í efni
 

Chanelle

Chanelle Veterinary var stofnað 1983 af breskum dýralækni Michael Burke. Markmið hans var að koma á laggirnar samkeppnishæfu alþjóðlegu fyrirtæki sem gæti þjónustað dýralækna á breiðum grundvelli. Í kjölfarið tók fjöldi dótturfyritækja til starfa og þjónusta til dýralækna var aukin. Í dag er Chanelle með starfsaðstöðu í yfir 80 löndum í þróun, framleiðslu og dreifingu dýralyfja.

Hjá Chanelle vinna rúmlega 200 starfsmenn og hefur fyrirtækið á skrá yfir 700 lyf og efni. Chanelle veterinary hefur að leiðarljósi að vera fyrst á markað með gæða samheitalyf á samkeppnishæfu verði og þjóna sífellt stærri heimsmarkaði.

Tengiliður

Hörður Sigurðsson