Fara í efni
 

Sáraumbúðir Biatain Silikon Lite 10X10 cm

64C33445 Vörunr. framleiðanda: 33445
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Eiginleikar Með sílikonkanti
Stærð 10x10cm
Eiginleikar Með sílikonkanti
Stærð 10x10cm
Biatain® Silicone Lite eru þunnar, sérlega sveigjanlegar svampumbúðir með silikon límkanti. Umbúðirnar má nota á margar gerðir vessandi sára og henta vel þar sem þörf er á þunnum svampumbúðum. Biatain® Silicone Lite sameina einstaka rakadrægni og meiri hreyfimöguleika.

Vörulýsing
Yfirburða rakadrægni og einstök þrívíddaruppbygging (3D) svampsins

Þegar umbúðirnar komast í snertingu við sáravessann laga þær sig að sárabeðnum og draga til sín raka, þökk sé þrívíddar uppbyggingu Biatain® Silicone – líka undir þrýstingi (2).
Þrívíddar svampurinn dregur til sín sáravessann staðbundið og lóðrétt og bindur sáravessann auk þess að halda sárinu röku, sem er mikilvægt fyrir sárgræðsluferlið. Einstakir hæfileikar til að draga til sín og halda í sér vessa, minnka verulega áhættuna á soðnum sárabörmum og leka.

Mýkt og sveigjanleiki
Sílikon sárasnertilagið tryggir að umbúðir sitja vel, á sama tíma og lítils sársauka verður vart þegar þær eru fjarlægðar (1,3).

Meðfæranleiki
3ja þrepa snertilaus ásetning Biatain® Silicone Lite tryggir auðvelda meðhöndlun umbúða og hreina ásetningu (non-touch).

Aukin hreyfigeta
Mjúkar og einstaklega sveigjanlegar Biatain® Silicone Lite umbúðirnar tryggja einstaka aðlögun að sári og líkama, þunnur svampurinn gerir, að þægilegt er að vera með umbúðirnar sem hentar mjög vel einstaklingum þar sem þörf er á meiri hreyfigetu.

Innihaldslýsing
Biatain® Silicone Lite eru þunnar, sérlega sveigjanlegar og rakadrægar polyurethan svampumbúðir með yfirborðsfilmu sem er gegndræp fyrir raka en bakteríu- og vatnsheld og mjúkur silikonlímkantur.

Notkun
Biatain® Silicone Lite eru hentugar á margar gerðir ekki vessandi eða lítt vessandi króniskra og akút sára s.s. á fótasár, þrýstingssár, sykursýkisfótasár sem ekki eru sýkt, donorsvæði, skurðsár og slysasár (t.d. fleiður, rifur og skurði). Umbúðirnar henta vel undir þrýstingsmeðferð og mega vera á sári í allt að 7 daga.

Magn í pakka:
10 stk.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um vöruna er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 5204316 eða 5204326.



REFERENCER:

1. Stadelman M et al. Product Evaluation: New Silicone Foam Dressing for the Management of Exuding Wounds. Presented at Clinical Symposium on Advances in Skin & Wound Care (US) 2015.

2. Andersen MB. Comparison of 24 hours fluid handling and absorption under pressure between three ‘Lite’ wound dressings with silicone adhesive. EWMA 2016 (Abstract no. 507)

3. Chadwick P et al. Biatain® Silicone dressings: A case series evaluation. Wounds International 2014:5(1).

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20052

Leit að framleiðanda eða vöruheiti