Fara í efni
 

Sáraumbúðir Biatain Ibu svampumb. 10X10 cm.

64C4110 Vörunr. framleiðanda: 4110
Framleiðandi: Coloplast
Eiginleikar:
Eiginleikar Verkjastillandi
Stærð 10x10cm
Biatain® Ibu án límkants eru mjúkar, sveigjanlegar og rakadrægar svampumbúðir, sem innihalda ibuprofen.

Vörulýsing
Einstök þrívíddar (3D) uppbygging svampsins veitir ákjósanlegt ísog.
Þegar umbúðirnar komast í snertingu við sáravessann laga þær sig að sárabeðnum þökk sé þrívíddar uppbyggingu Biatain®. Uppbyggingin gerir það líka að verkum að vessinn helst í svampnum – líka undir þrýstingi 2,6.

Mjúkar og sveigjanlegar umbúðir
Biatain® Ibu eru mjúkar og sveigjanlegar umbúðir sem þægilegt er að vera með. Aflíðandi kantarnir draga úr líkum á þrýstingsförum 3.

Umbúðir sem sameina raka sáragræðslu og staðbundna losun á ibuprofeni.
Þegar umbúðirnar komast í snertingu við sáravessa losnar lágur skammtur af ibuprofeni í sárabeðinn sem heldur áfram svo lengi sem sárið vessar og umbúðirnar eru á sárinu (í allt að 7 daga)1,7.

Sáragræðsla þarf ekki að vera sársaukafull.
Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að það dregur úr sársauka hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með Biatain® Ibu samanborið við umbúðir án ibuprofens. 4,5.

Innihaldslýsing
Biatain® Ibu eru rakadrægar polyurethan svampumbúðir sem innihalda 0,5 mg/cm2 af ibuprofeni sem dreifist jafnt um svambúðirnar 1.

Notkun
Biatain® Ibu svampumbúðir eru hentugar á ýmsar gerðir vessandi sára. Sem dæmi má nefna fótasár, þrýstingssár, fótasár sykursjúkra sem ekki eru sýkt, 2.gráðu bruna, gjafasvæði, skurðsár og fleiður. Biatain® Ibu henta vel undir þrýstingsumbúðir.

Magn í pakka.
5 stk.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um vöruna er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 5204316 eða 5204326.


REFERENCER:
1. Jorgensen B et al. Pain and quality of life for patients with venous leg ulcers: Proof of concept of the efficacy of Biatain® - Ibu, a new pain reducing wound dressing. Wound repair and regeneration 2006:14(3): 233-39.
2. Thomas S et al. www.dressings.org/TechnicalPublications/PDF/Coloplast-Dressings-Testing-2003-2004.pdf
3. Kirby P. Quality of life, exudate management and the Biatain® foam dressing range. British Journal of Nursing 2008:17(15):S32-S37.
4. Gottrup F et al. Reducing wound pain in venous leg ulcers with Biatain® Ibu: A randomised, controlled double-blind clinical investigation on the performance and safety. Wound Repair and Regeneration 2008:6:615-25.
5. Palao i Domenech R et al. Effects of a foam dressing with ibuprofen on wound pain: results from an international, comparative real life study on painful, exuding wounds. Journal of Wound Care 2008:17(8):342-48.
6. Reitzel N et al. An in-vitro test of absorption capacity of foam dressings under pressure. EWMA 2008
7. Steffansen B and Herping S. Novel wound models for characterizing the effects of exudate levels on the controlled release of ibuprofen from foam dressings. EWMA 2006.

Framleiðandi

Coloplast Danmark A/S markaðssetur og selur hjúkrunarvörur í Danmörku og á Íslandi fyrir stóma, þvagleka og urologiu svo og húðverjandi vörur og vörur til sárameðferðar.

Aðrar vörur frá Coloplast

Luja kvenna

64C20051

Leit að framleiðanda eða vöruheiti