Vortex innúðabelgir
Það sem Vortex belgurinn hefur fram yfir flesta aðra venjulega innöndunarbelgi er að inn í belgnum er svokallað Antistatic efni sem gerir það að verkum að lyfið sem notað er til innöndunar loðir ekki við veggi belgsins. Þar af leiðandi fer lyfið í meira magni niður í öndunarveg einstaklingsins og dregur úr líkunum á því að lyf fari til spillis.
Belgurinn gerir notanda kleift að anda eðlilega, eða inn og út við inntöku lyfsins.
Belgurinn er fáanlegur fyrir 0-2 ára. Með þeim belg fylgir svo kallað einnar handar handfang. Það er hægt að gefa lyfið og halda á belgnum á sama tíma sem hentar vel þegar um litla skjólstæðinga er að ræða sem þarf að halda á. Belgurinn kemur með Maríubjöllumaska sem er hannaður sérstaklega fyrir ungabörn. Mjúkt efni maskans lagar sig vel að litlu andliti. https://vorutorg.icepharma.is/is/heilbrigdisvorur/ondun-og-svaefing/pustbelgir/vortex-pustbelgur-med-maska-0-2-ara
Belgur fyrir 2-4 ára kemur með Froskamaska. Mjúkt efni maskans lagar sig vel að litlu andliti. Ef barnið getur andað í gegnum munnstykki er hægt að taka maskann af og nota munnstykkið. https://vorutorg.icepharma.is/is/heilbrigdisvorur/ondun-og-svaefing/pustbelgir/vortex-pustbelgur-med-maska-2-4-ara
Belgur fyrir fullorðna með maska kemur með einnar handar handfangi. Þetta hentar vel ef skjólastæðingurinn er ekki fær um lyfjatökuna sjálfur og umönnunaraðili gefur lyfið. Einnar handar handfangið kemur sér einnig vel fyrir eldri skjólstæðinga sem geta þá haldið með báðum höndum um handfangið. https://vorutorg.icepharma.is/is/heilbrigdisvorur/ondun-og-svaefing/pustbelgir/vortex-pustbelgur-med-maska-fyrir-fullordna
Belgur fyrir 4 ára+ kemur með munnstykki. https://vorutorg.icepharma.is/is/heilbrigdisvorur/ondun-og-svaefing/pustbelgir/vortex-pustbelgur-med-munnstykki-4-ara
Það er einfalt að þrífa belginn og má meðal annars setja hann í sjóðandi vatn. Þar með er öruggt að komið er í veg fyrir bakteríur á belgnum.