Fara í efni
 

CSM lífsmarkamælir með öndunartíðni

45101075002 Vörunr. framleiðanda: 75RE-2
Framleiðandi: Welch Allyn
Eiginleikar:
Eiginleikar Lífsmarkamælar
Connex Spot Monitor er lífsmarkamælir sem hægt að nota fyrir nýbura, börn og fullorðna. Monitorinn er með snertiskjá og mælir blóðþrýsting á aðeins 15sek, hann mælir einnig hjartsláttartíðni, súrefnismettun og öndunartíðni. Er fáanlegur annaðhvort með oral/axiallary hitamæli eða Braun Thermoscan PRO 6000 eyrnamæli. Hægt er að senda niðurstöður mælinga sjúklingsins rafrænt inn í sjúkrasögukerfi. Tækið býður upp á möguleika til að skrifa inn fleiri þætti eins og verkjaskala og einnig NEWS skor- stigun bráðveikra sjúklinga. Tækið hefur tvær stillingar, annahvort til að taka stakar mælingar og hinsvegar mælingar með reglulegu millibili. Í síðari stillingunni pípir tækið þegar lífsmörk mælast utan viðmiðunarmarka.
CSM lífsmarkamælinn er hægt að fá á mismunandi hjólastöndum, veggfesta eða á borðstandi.
Hægt er að fá strikamerkjaskanna sem tengist við mælinn til auðkenningar á sjúklingum fyrir rafræna sjúkraskrá.
Notast við FlexiPort mansetturnar sem hægt er að fá fjölnota, einnota og svo umhverfisvænar "single-patient-use" mansettur.

Framleiðandi

WELCH ALLYN er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á skoðunartækjum og lífsmarkamælum fyrir heilbrigðisstofnanir.

Leit að framleiðanda eða vöruheiti