Fara í efni
 

Progressa hágæslurúm

4510088500 Vörunr. framleiðanda: PRO885
Framleiðandi: Hillrom
Eiginleikar:
Eiginleikar Hágæslurúm
Progessa™ er hágæslurúm sem er þróað fyrir þarfir sjúklingsins, umönnunaraðila og heilbrigðisstofnanna. Rúmið er hannað til að draga úr líkum á þrýstingssárum, álagsmeiðslum umönnunaraðila og til að stuðla að því að sjúklingar mobiliserist fyrr. Með því að koma sjúklingum fyrr af stað getur það dregið úr áhættuþáttum langvarandi rúmlegu og er líklegt til að draga úr fjölda legudaga á gjörgæslu. Rúmið er auðvelt í flutningi milli staða og einn starfsmaður getur séð um flutninginn vegna sjálfkeyrslubúnaðar. Rúmið er með CPR stillingu, þar sem rúmið fer í útafliggjandi stöðu með einu fótstigi. Progessa™ hágæslurúmið er hægt að uppfæra og aðlaga að fjölbreyttum kröfum mismunandi heilbrigðisstofnanna.

Framleiðandi

Hillrom er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæslu- og sjúkrarúmum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. Einnig þekkt fyrir loftdýnurnar sínar sem þykja í hæsta gæðaflokki.

Leit að framleiðanda eða vöruheiti